Nokkrir hópar björgunarsveitarmanna hafa verið sendir á svæðið til að leita. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á svæðinu en aðstæður eru ekki góðar fyrir leit úr lofti vegna veðurs og þoku.
Svæðinu við gosstöðvarnar var lokað í dag vegna veðurs og vinnu við gönguleið. Það hefur verið lokað frá því klukkan fimm í gærmorgun. Þrátt fyrir það virðist sem einhverjir hafi lagt leið sína að eldgosinu.
Landsbjörg hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum og bíða með ferðir að gosstöðvunum þar til svæðið verður opnað aftur.