EM 2016 í Frakklandi

Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi
Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag.

Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan
Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum.

Ítalir komnir á lokakeppni EM | Úrslit dagsins
Ítalska landsliðið komst í dag á lokakeppni EM 2016 sem fer fram í Frakklandi næsta sumar með 3-1 sigri á Azerbaídjan í Baku.

Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir
Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær.

Byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi | Alfreð og Emil koma inn
Alfreð Finnbogason tekur sæti Jóns Daða Böðvarssonar í fremstu víglínu við hlið Kolbeins Sigþórssonar í leik Íslands og Lettlands sem hefst klukkan 16:00 á Laugardalsvelli.

Aron Einar: Mun berjast fyrir sæti mínu
Aron Einar Gunnarsson segist vera tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu hjá Cardiff en að hann þurfi að líta í kringum sig í janúar fái hann engin tækifæri hjá félaginu.

Fólkið á skilið að fá góðan leik frá okkur
Kolbeinn Sigþórsson mun bera fyrirliðabandið í dag í forföllum Arons Einars Gunnarssonar en hann segir strákana enn eiga eftir að ná fleiri markmiðum.

Uppáhaldsparið ekki í boði
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson geta ekki teflt fram aðalframherjapari sínu í dag þegar Íslands mætir Lettum í Laugardalnum í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2016.

Fyrirliðinn er íslenska liðinu afar mikilvægur
Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns á móti Lettum í Laugardalnum í kvöld þegar liðið spilar síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2016. Aron Einar Gunnarsson fékk rauða spjaldið í lok síðasta leik liðsins á móti Kasakstan og tekur út leikbann í dag.

Birkir Bjarnason: Veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik
Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Spánverjar komnir á EM | Vonir Svartfellinga úr sögunni
Evrópumeistarar Spánverja tryggðu sér sæti í lokakeppni EM 2016 með öruggum 4-0 sigri á Lúxemborg í C-riðli undankeppninnar í kvöld.

Englendingar enn með fullt hús stiga | Sjáðu mörkin
Theo Walcott og Raheem Sterling voru á skotskónum þegar England vann 2-0 sigur á Eistlandi á Wembley í E-riðli undankeppni EM 2016 í kvöld.

Stundum leiðinlegt á æfingum hjá Lars
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best.

Lars Lagerbäck býst ekki við Jón Daði spili á morgun
Íslenska knattspyrnulandsliðið verður líklega án framherjans Jóns Daða Böðvarssonar í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM sem verður á móti Lettum á Laugardalsvellinum á morgun.

Lewandowski vantar eitt mark í markamet Healy
Robert Lewandowski raðar inn mörkunum með félagsliði sínu og landsliði.

Rúrik um Nürnberg: Eins og að vera kominn aftur í grunnskóla
Rúrik Gíslason ræðir um lífið hjá Nürnberg, þar sem hann má ekki sitja með krosslagða fætur á fundum. Fótboltinn er ekki eins og hann reiknaði með.

Blind: Pabbi rétti maðurinn fyrir landsliðið
Holland á það á hættu að missa af EM 2016 en Daily Blind segir að Danny, faðir hans, eigi ekki að missa starf sitt sem landsliðsþjálfari ef það gerist.

Fréttamaðurinn fékk bjórsturtu | Myndband
Norður-Írland tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti síðan 1986 og gleðin leyndi sér ekki.

Lars: Þurfum að gera betur en gegn Kasakstan
Landsliðsþjálfarinn telur strákana okkar þurfa að vinna næstu tvo leiki til að vera í þriðja styrkleikaflokki.

Long hetja Íra gegn heimsmeisturunum | Sjáðu mörkin
Shane Long tryggði Írlandi frækinn 1-0 sigur á heimsmeisturum Þýskalands í D-riðli undankeppni EM 2016 í Dublin í kvöld.

Portúgalir og Norður-Írar komnir á EM | Sjáðu mörkin
Portúgal tryggði sér í kvöld sæti í lokakeppni EM 2016 með 1-0 sigri á Danmörku í I-riðli undankeppninnar.

Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton
Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt.

Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum
Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið.

Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið
Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel.

Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína
Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína.

Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn.

Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld
Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld.

Rooney missir af landsleikjum Englands
Verður af öllum líkindum frá vegna meiðsla í leikjum Englands gegn Eistlandi og Litháen.

„Augað“ vekur lukku í Svíþjóð
Ögmundur Kristinsson er kominn með sérstakt viðurnefni í Svíþjóð þar sem hann hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð.