Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 18:00 Gylfi Þór var bestur að mati Vísis. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. Aukaspyrna Gylfa í upphafi leiksins leiddi til fyrsta marks leiksins en og skoraði annað mark leiksins eftir glæsilegan sprett. Þá var Kolbeinn öflugur í leiknum en varnarlína liðsins sem hefur staðið vakt sína með prýði hingað til í keppninni var ekki nægilega góð í dag og spurning hvort fjarvera Kára Árnasonar hafði hafði eitthvað að segja.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Varði tvisvar vel í fyrri hálfleik. Gat lítið gert í mörkunum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6 Tapaði boltanum á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiks en í kjölfarið fengu Lettar sitt besta færi. Bauð ekki upp á mikið sóknarlega.Kári Árnason, miðvörður - Meiddist snemma leiks og þurfti að fara af velli.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Lenti í meiri vandræðum en oftast í undankeppninni til þessa. Bjargaði sér þó oftast.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Var of seinn að setja pressu á Deniss Rekels í jöfnunarmarki Letta. Gerði lítið fram á við.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk dauðafæri snemma leiks sem hann hefði átt að nýta. Sást lítið í seinni hálfleik.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 5 Góður á boltanum en Lettar fengu alltof oft of mikið pláss milli miðju og varnar. Mikilvægi Arons Einars Gunnarssonar kom bersýnilega í ljós í dag. Fékk þó ekki alltaf mikla hjálp.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Frábær í sóknarleiknum. Skoraði magnað mark og átti skotið sem leiddi til fyrsta marksins. Fíflaði Igors Tarasovs hvað eftir annað. Full kærulaus í varnarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 5 Líflegur og duglegur að vanda. Datt niður í seinni hálfleik eins og allt liðið.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Ákveðinn í að nýta tækifærið í byrjunarliðinu og sanna sig. Útsjónarsamur og skapandi. Hann og Jóhann Berg náðu vel saman. Mjög duglegur og sífellt að bjóða sig. Fór minna fyrir honum í seinni hálfleik.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Komst upp fyrir Ríkharð Jónsson á markalistanum þegar hann kom Íslandi yfir strax á 5. mínútu. Var mjög líflegur og góður í tengispilinu.Varamenn:Sölvi Geir Ottesen 5 (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 18. mínútu) Ekkert sérstök innkoma. Var of langt frá Valerjis Sabala þegar hann jafnaði metin.Eiður Smári Guðjohnsen 6 (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) Tapaði boltanum í aðdraganda jöfnunarmarks Lettlands. Lagði upp gott færi fyrir Kolbein.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira