Fólkið á skilið að fá góðan leik frá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2015 10:00 Kolbeinn hefur skorað tvö mörk í undankeppni EM 2016. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á völlinn í alvöruleik en Aron Einar hefur farið fyrir sínum mönnum í síðustu sextán leikjum íslenska liðsins í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með jafntefli á móti Kasakstan í síðasta leik en er enn í baraáttunni við Tékkland um sigurinn í riðlinum. „Í raun hefur þessi vika ekkert verið öðruvísi. Við reynum að nálgast þessa leiki eins og við höfum gert fyrir hvern einasta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og reynum að halda einbeitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í gær. Kolbeinn segir íslensku strákana staðráðna í að halda fótunum á bensíngjöfinni og viðhalda góðu gengi íslenska liðsins í undankeppninni. „Við erum komnir á EM en við viljum ná öðrum markmiðum. Ég held að það viti allir hvaða markmið það eru en það er að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Kolbeinn og er þá að vísa til þess þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. Íslenski framherjinn sér þennan leik einnig sem upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir aðeins átta mánuði. „Við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina og reyna að bæta okkur sem lið. Við þurfum að halda einbeitingunni og nýta hvern einasta leik til að bæta okkar leik,“ sagði Kolbeinn. Hann hefur ekki þurft að breyta miklu hjá sér þótt hann sé orðinn fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar fyrirliði og því miður er hann ekki með í þessum leik. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum síðasta leik fyrir framan þjóðina og við ætlum bara að klára þetta almennilega. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilinn núna og við viljum enda þetta vel hérna heima,“ sagði Kolbeinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland tekur á móti Lettlandi á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kolbeinn leiðir íslenska liðið út á völlinn í alvöruleik en Aron Einar hefur farið fyrir sínum mönnum í síðustu sextán leikjum íslenska liðsins í undankeppnum HM og EM. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með jafntefli á móti Kasakstan í síðasta leik en er enn í baraáttunni við Tékkland um sigurinn í riðlinum. „Í raun hefur þessi vika ekkert verið öðruvísi. Við reynum að nálgast þessa leiki eins og við höfum gert fyrir hvern einasta leik. Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og reynum að halda einbeitingu eins og fyrir alla aðra leiki,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi í gær. Kolbeinn segir íslensku strákana staðráðna í að halda fótunum á bensíngjöfinni og viðhalda góðu gengi íslenska liðsins í undankeppninni. „Við erum komnir á EM en við viljum ná öðrum markmiðum. Ég held að það viti allir hvaða markmið það eru en það er að ná þriðja styrkleikaflokki,“ sagði Kolbeinn og er þá að vísa til þess þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppninni í Frakklandi. Íslenski framherjinn sér þennan leik einnig sem upphafið að undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst eftir aðeins átta mánuði. „Við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir Evrópukeppnina og reyna að bæta okkur sem lið. Við þurfum að halda einbeitingunni og nýta hvern einasta leik til að bæta okkar leik,“ sagði Kolbeinn. Hann hefur ekki þurft að breyta miklu hjá sér þótt hann sé orðinn fyrirliði. „Hvort ég sé fyrirliðinn eða Aron skiptir ekki máli. Aron er okkar fyrirliði og því miður er hann ekki með í þessum leik. Það er gaman fyrir mig að vera fyrirliði í þessum síðasta leik fyrir framan þjóðina og við ætlum bara að klára þetta almennilega. Stuðningsmennirnir eiga góðan leik skilinn núna og við viljum enda þetta vel hérna heima,“ sagði Kolbeinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Sjá meira