Bókmenntir

Fréttamynd

Það þarf að segja sögu svona merkra kvenna

En tíminn skundaði burt… er saga Guðrúnar Lárusdóttur, alþingismanns og rithöfundar (1880-1938), skráð af Málfríði Finnbogadóttur. Framhald titilsins er á bakhlið bókarinnar: …með liðnu dagana í fanginu.

Lífið
Fréttamynd

Guð, eru mömmur til?

Sársauki og reiði lituðu lengi samband mæðginanna Huldu Fríðu Berndsen og Mikaels Torfasonar. Bæði horfðu þau upp á feður sína drekka sig í hel og það var ekki fyrr en Hulda braut múra meðvirkninnar, laus undan oki Jehóva, að Mikael fann mömmuna sem hann hafði leitað í áratugi og skrifaði henni 200 blaðsíðna bréf.

Lífið
Fréttamynd

Stórskáldið kom með lausnina

Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg.

Menning
Fréttamynd

Hinn góði endir sögupersónu

Skáldsagan Sterkasta kona í heimi eftir Steinunni G. Helgadóttur fjallar um systkinin Gunnhildi og Eið sem eru mjög samrýmd en fara ólíkar leiðir í lífinu.

Menning
Fréttamynd

Eins og falleg íslensk vetrarbirta

Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns.

Menning
Fréttamynd

Hverfandi hvel

Jöklunum blæðir út "eins og hverju öðru helsærðu dýri“ segir í bókinni Dimmumót sem er nýjasta ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Síldarstúlkan mætti í útgáfuhófið

Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana.

Menning
Fréttamynd

Spenna og illska

Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabókaflóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpasögurnar taka þar sitt pláss að venju.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ólíkar raddir

Melkorka og Ragnheiður Harpa senda frá sér ljóðabækur. Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd en í ljóðum Melkorku er mikið um náttúruminni.

Menning
Fréttamynd

Erfiðleikar mannsins

Fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness Halldórssonar, eða Dóra DNA, er einstaklega vel heppnuð og fjallar um undarlegt tilfinningalíf mannskepnunnar á skemmtilegan og frumlegan hátt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skáldsagnarstórflóð og aukinn lestur

Þyngsta bókin á Bókamessunni í ár vegur tvö komma þrjú kíló og fjallar um Síldarárin. Óvenju mörg skáldverk koma út í ár og tilkynnt var um sölu á milljónustu bókinni hjá höfundi.

Innlent
Fréttamynd

Af ribböldum, ölkum og aumingjum

Stefán Máni er forvitnilegur höfundur. Ég held ég hafi lesið megnið af því sem frá honum hefur komið í gegnum tíðina en hann vakti athygli strax í kringum aldamót með bókum sem lofuðu verulega góðu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka

Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Gleðiefni að samtalið um bækur lifi góðu lífi

Niðurstöður lestrarkönnunar sýna að lestur Íslendinga er að aukast. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á erlendum tungumálum. Val á lesefni virðist byggjast á samtali um bækur og ábendingum annarra.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kom fyrir Nesbø?

Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur.

Gagnrýni