Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 23:47 Eivør Pálsdóttir er mörgum Íslendingum kunn, enda bjó hún hér um árabil og hefur sterk tengsl við land og þjóð. Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. Tónlistarverðlaunin eru ein af fimm verðlaunum sem Norðurlandaráð veitir ár hvert. Eftirfarandi hlutu verðlaun í kvöld. Rökstuðningur Norðurlandaráðs fylgir: Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Hin sænska Elin Persson hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir bókina De afghanska sönerna. Verk sem gegnum bókmenntalega frásögn skapar andrúmsloft sem minnir á heimildarverk og byggir listilega upp mynd af veruleika þar sem enginn er góður eða vondur. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Danska kvikmyndin Flugt eftir handritsöfundinn og leikstjórann Jonas Poher Rasmussen, handritshöfundinn Amin og framleiðendurna Monicu Hellström, Charlotte de la Gournerie og Signe Byrge Sørensen hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir verk þar sem hið fagurfræðilega, pólitíska og mannlega fer saman í áhrifamikilli og listrænni heild. Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2021. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir að hafa með þrotlausri vinnusemi sinni undanfarin ár beint sjónum umheimsins að heimalandi sínu og fyrir að vinna af kostgæfni með eigin tónlistararfleifð og móðurmál. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut græna hugmyndasmiðjan Concito frá Danmörku fyrir gagnagrunninn Den Store Klimadatabase. Fyrirtækið hlýtur verðlaunin fyrir tækifæri gagnagrunnsins til að skapa grundvöll að sjálfbærari neyslu matvæla á Norðurlöndum. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Grænlenski rithöfundurinn Niviaq Korneliussen hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Naasuliardarpi (Blómadalurinn). Niviaq Korneliussen fær verðlaunin fyrir verk sem hefur að geyma frásögn sem er falleg en um leið sársaukafull og óvægin. Tónlist Bókmenntir Umhverfismál Færeyjar Norðurlandaráð Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónlistarverðlaunin eru ein af fimm verðlaunum sem Norðurlandaráð veitir ár hvert. Eftirfarandi hlutu verðlaun í kvöld. Rökstuðningur Norðurlandaráðs fylgir: Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Hin sænska Elin Persson hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir bókina De afghanska sönerna. Verk sem gegnum bókmenntalega frásögn skapar andrúmsloft sem minnir á heimildarverk og byggir listilega upp mynd af veruleika þar sem enginn er góður eða vondur. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Danska kvikmyndin Flugt eftir handritsöfundinn og leikstjórann Jonas Poher Rasmussen, handritshöfundinn Amin og framleiðendurna Monicu Hellström, Charlotte de la Gournerie og Signe Byrge Sørensen hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir verk þar sem hið fagurfræðilega, pólitíska og mannlega fer saman í áhrifamikilli og listrænni heild. Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2021. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir að hafa með þrotlausri vinnusemi sinni undanfarin ár beint sjónum umheimsins að heimalandi sínu og fyrir að vinna af kostgæfni með eigin tónlistararfleifð og móðurmál. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlaut græna hugmyndasmiðjan Concito frá Danmörku fyrir gagnagrunninn Den Store Klimadatabase. Fyrirtækið hlýtur verðlaunin fyrir tækifæri gagnagrunnsins til að skapa grundvöll að sjálfbærari neyslu matvæla á Norðurlöndum. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 Grænlenski rithöfundurinn Niviaq Korneliussen hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 fyrir skáldsöguna Naasuliardarpi (Blómadalurinn). Niviaq Korneliussen fær verðlaunin fyrir verk sem hefur að geyma frásögn sem er falleg en um leið sársaukafull og óvægin.
Tónlist Bókmenntir Umhverfismál Færeyjar Norðurlandaráð Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira