Efnahagsmál Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19.11.2025 16:55 Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55 Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59 „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41 Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32 Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 19.11.2025 09:00 Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31 Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga. Innherji 19.11.2025 06:33 Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49 Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. Viðskipti erlent 18.11.2025 10:45 Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar. Viðskipti innlent 18.11.2025 08:31 Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Versnandi horfur í útflutningi lita hagvöxt næstu ára. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 1,7 prósent í ár og 1,8 prósent á næsta ári. Reiknað er með að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar í ár en að fjárfesting láti undan á næsta ári á meðan einkaneysla og samneysla vaxa áfram. Í júlí síðastliðnum var reiknað með að hagvöxtur yrði 2,2 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári. Viðskipti innlent 14.11.2025 10:12 Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji 12.11.2025 10:00 Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9.11.2025 13:04 „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55 Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. Viðskipti innlent 7.11.2025 06:48 Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Samkeppnishæfni Íslands hefur versnað mjög hratt og er orðin mjög lök. Útlit er fyrir „hrollkaldan vetur“ vegna minnkandi útflutnings og lægri gjaldeyristekna að mati greinanda. Þó er eitt ljós í myrkrinu fyrir árið 2026, vextir ættu að lækka. Viðskipti innlent 6.11.2025 13:10 „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Innlent 6.11.2025 12:19 Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40 Allir eru að gera það gott…. Eða hvað? Skoðun 5.11.2025 12:00 Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5.11.2025 09:19 Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Viðskipti innlent 4.11.2025 19:01 Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22 „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02 Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50 Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46 Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13 „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53 „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17 Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 80 ›
Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19.11.2025 16:55
Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41
Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32
Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Fulltrúar peningastefnunefndar Seðabankans munu gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar um að lækka stýrivexti um 25 punkta á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 19.11.2025 09:00
Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 25 punkta og fara því þeir úr því að vera 7,5 prósent og í 7,25 prósent. Viðskipti innlent 19.11.2025 08:31
Hár flutningskostnaður raforku „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga. Innherji 19.11.2025 06:33
Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. Viðskipti innlent 18.11.2025 12:49
Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Forstjóri móðurfélags tæknirisans Google segir ekkert fyrirtæki sleppi óskaðað ef gervigreindarbólan sem hefur þanist út springur. Hann telur ýmislegt skrýtið í kýrhausnum í gervigreindarfárinu sem geisar. Viðskipti erlent 18.11.2025 10:45
Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu meðal stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sýna mikinn viðsnúning í efnahagshorfum litið til næstu tólf mánaða frá því að meirihluti stjórnenda vænti vaxtar í hagkerfinu yfir í að meirihluti stjórnenda væntir nú samdráttar. Viðskipti innlent 18.11.2025 08:31
Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Versnandi horfur í útflutningi lita hagvöxt næstu ára. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 1,7 prósent í ár og 1,8 prósent á næsta ári. Reiknað er með að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar í ár en að fjárfesting láti undan á næsta ári á meðan einkaneysla og samneysla vaxa áfram. Í júlí síðastliðnum var reiknað með að hagvöxtur yrði 2,2 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári. Viðskipti innlent 14.11.2025 10:12
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji 12.11.2025 10:00
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag. Innlent 9.11.2025 13:04
„Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin. Neytendur 7.11.2025 08:55
Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Síðustu tvö vaxtamálin svokölluðu eru komin á dagskrá Hæstaréttar. Það síðara er á dagskrá þann 8. desember og því má reikna með því að dómur verði kveðinn upp í því ekki síðar en 5. janúar næstkomandi. Viðskipti innlent 7.11.2025 06:48
Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Samkeppnishæfni Íslands hefur versnað mjög hratt og er orðin mjög lök. Útlit er fyrir „hrollkaldan vetur“ vegna minnkandi útflutnings og lægri gjaldeyristekna að mati greinanda. Þó er eitt ljós í myrkrinu fyrir árið 2026, vextir ættu að lækka. Viðskipti innlent 6.11.2025 13:10
„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja. Innlent 6.11.2025 12:19
Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu. Viðskipti innlent 6.11.2025 11:40
Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5.11.2025 09:19
Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Mennirnir fimm sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna króna af Landsbankanum gátu margfaldað upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Ekkert bendir til þess að þeir hafi búið yfir sérfræðiþekkingu. Reiknistofa bankanna segir að um misnotkun á veikleika í hugbúnaði sé að ræða og að mennirnir hafi ekki átt vitorðsmann innan Reiknistofunnar. Viðskipti innlent 4.11.2025 19:01
Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Hagstofan segir að ummæli framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um að vísitala neysluverðs, eða verðbólga, hefði mælst töluvert minni ef ekki hefði verið skipt um reikniaðferð í fyrra, standist ekki. Hann sagði að samkvæmt gömlu reiknireglunni væri verðbólgan prósentustigi lægri. Hagstofan segir fullyrðinguna ekki standast. Viðskipti innlent 4.11.2025 16:22
„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02
Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50
Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46
Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara. Viðskipti innlent 3.11.2025 21:13
„Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Greiningardeild Landsbankans telur nær engar líkur á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækki stýrivexti á næsta fundi sínum. Næsta vaxtaákvörðun verður kynnt miðvikudaginn 19. nóvember. Viðskipti innlent 3.11.2025 11:53
„Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Viðskipti innlent 2.11.2025 12:17
Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent 1.11.2025 14:02