Samgöngur

Fréttamynd

Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum.

Innlent
Fréttamynd

Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar

Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað

Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

Innlent
Fréttamynd

Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi

Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun.

Innlent
Fréttamynd

Umferð um Hringveginn jókst milli mánaða

Umferð um Hringveginn jókst um 13% milli júní og júlí en þrátt fyrir þá aukningu var umferðin 3,4% minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem birt voru á vef Vegagerðarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Innlent