Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2021 19:53 Siglfirðinar treysta mjög á það að samgöngur í gegnum jarðgöngin í sveitarfélaginu séu greiðar. Vísir/Egill Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23
„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11
Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01
Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48