Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2021 19:53 Siglfirðinar treysta mjög á það að samgöngur í gegnum jarðgöngin í sveitarfélaginu séu greiðar. Vísir/Egill Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23
„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11
Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01
Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48