Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2021 12:57 Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Aðsend Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri. Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri.
Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira