Að kaupa rafmagnshjól ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2021 12:57 Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Aðsend Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó. Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri. Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Bíllausi dagurinn markar lok evrópsku samgönguvikunnar sem hófst 16. september. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Engin formleg dagskrá eða uppátæki verða á vegum Samtaka um bíllausan lífsstíl í ár. Það verður hins vegar frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í allan dag og þá hefur rafhlaupahjólaleigan Hopp afnumið startgjald hjá sér í tilefni dagsins. Bíður eftir deilibílaleigunum Sindri Freyr Ásgeirsson, námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl, losaði sig við bílinn árið 2019 og keypti sér rafmagnshjól. „Það er eiginlega ein sú besta ákvörðun sem ég hef tekið i langan tíma. Þetta er bæði lýðheilsumál, mér líður líkamlega betur að geta hreyft mig og fengið ferskt loft og svo er ég oftast fljótari á staði heldur en ég væri að taka bíl,“ segir Sindri. Sindri skilur þó hjólið eftir heima í verstu lægðunum og tekur þá strætó. Þá kveðst hann vissulega skilja að fólki þyki gott að hafa aðgang að bíl - og segir að svokallaðar deilibílaleigur yrðu gríðarleg samgöngubót, einkum fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Það myndi gera mörgum kleift að losa sig við bílinn sinn því að stundum þarftu að kaupa hillu í IKEA eða heimsækja ömmu þina á Selfossi og þá er gott að þurfa ekki að eiga bíl, heldur geta bara, eins og Hopp-hlaupahjólin, leigt bíl í fjóra klukkutíma,“ segir Sindri.
Samgöngur Bílar Strætó Rafhlaupahjól Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira