Reykvískar samgöngur - allir of seinir, alltaf! Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 24. september 2021 13:31 Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun