Orkumál

Fréttamynd

Ná samkomulagi um fjárfestingu í vetnisframleiðslu fyrir um 20 milljarða

HS Orka og alþjóðlega orkufyrirtækið Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku. Áætluð fjárfesting er um 150 milljónir evra, jafnvirði um 21 milljarður íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Hættu­á­stand sé yfir­vofandi í orku­málum í Bret­landi

Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári.

Erlent
Fréttamynd

6 kr/km

Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa.

Skoðun
Fréttamynd

Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir

Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.

Innherji
Fréttamynd

Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð

Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úkraína ætlar að útvega Evrópu rafmagn

Almenningur í Þýskalandi er byrjaður að undirbúa sig undir kaldan vetur vegna þess að Rússar hafa meira og minna skrúfað fyrir gasflutninga til landsins. Í Köln er hiti lækkaður í mörgum fjölbýlishúsum yfir nóttina til að spara gasið.

Erlent
Fréttamynd

Rússar skerða gasútflutninginn á ný

Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirska Hringrásarhagkerfið

Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð.

Skoðun
Fréttamynd

Orkuþörf á Vestfjörðum

Vestfirskt atvinnulíf er í sókn um þessar mundir. Á seinustu árum hafa nýjar atvinnugreinar byggst upp og styrkt samfélagið, bæði með fjölgun starfa og íbúa á svæðinu ásamt því að hafa styrkt efnahag svæðisins. Þessar nýju atvinnugreinar treysta á sterkari innviði en raforkukerfi fjórðungsins hefur dregist aftur úr þróun annara landshluta og þar með veikt samkeppnisstöðu svæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022.

Klinkið
Fréttamynd

„Það er pólitísk nálykt af þessu“

Skipulags­stofnun hefur sam­þykkt aðal­skipu­lags­breytingu sveitar­fé­lagsins Dala­byggðar vegna tveggja vindorku­vera, annars vegar í landi Hróð­nýjar­staða og hins vegar í Sól­heimum. Inn­viða­ráð­herra hafði áður synjað sveitar­fé­lögunum um stað­festingu á sam­bæri­legum breytingum vegna þess að þær sam­ræmdust ekki lögum um ramma­á­ætlun en með breyttri skil­greiningu á svæðinu virðist það vandamál hafa verið leyst. Verk­efna­stjóri hjá Land­vernd er afar ósáttur yfir málinu og segir pólitíska ná­lykt af því.

Innlent
Fréttamynd

Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands

Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur ráðin til Orku­stofnunar

Orkustofnun hefur gengið frá frá ráðningum í fjórar stöður til að efla miðlun og vinnslu gagna, en um er að ræða tvær stöður sérfræðinga í greiningum og gögnum, auk ráðningu nýs þróunarstjóra gagna og verkefnastjóra Orkuseturs.

Viðskipti innlent