„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 21:01 Guðlaugur Þór Þórðarsson segir útilokað að ná loftlagsmarkmiðum án þess að framleiða græna orku. Vísir/Sigurjón Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.” Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.”
Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira