Ölfus stofnar Títan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 17:50 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus. Vísir/Egill Sveitarfélagið Ölfus hefur stofnað Orkufélagið Títan ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félagið sé rekstrarfélag. Tilgangur þess sé orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í tilkynningu segir að í stjórn félagsins hafi eftirfarandi verið kjörnir: Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir og Gestur Þór Kristjánsson. Jafnframt var Elliði Vignisson ráðinn framkvæmdastjóri með prókúru. „Aðgengi að orku er að verða ein helsta ógn verðmætasköpunar á Íslandi og mikilvægt að allir leggist á eitt til að hreyfa við málum. Það verður ekki við það búið að hér takmarkist verðmætasköpun af því að ekki sé nægt aðgengi að orku. Sveitarfélagið Ölfus er eitt orkuríkasta svæði á Íslandi með fjölmarga kosti til nýtingar,“ segir Elliði Vignissson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við höfum sótt fast fram á forsendum framleiðslu á umhverfisvænum matvælum og fl. og berum því ábyrgð á því að innviðir eins og aðgengi að orku verði tryggðir. Hlutverk félagsins verður fyrst og fremst að koma fram í þessum málum fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfus og þá eftir atvikum í samstarfi við orkufyrirtæki með aðgengi að þekkingu, tækjum og fjármagni. Þannig er það ekki séð sem hlutverk félagsins að standa í áhætturekstri heldur að leita samstarfs sem tryggir íbúum verðmætasköpun og velferð.“ Þá er haft eftir Grétari Inga Erlendssyni, stjórnarformanni hins nýja félags, að með stofnuninni sé ætlunin að beita sér enn fastar en áður fyrir nýtingu orkukosta innan Sveitarfélagsins Ölfus í þeim tilgangi að tryggja íbúum og fyrirtækjum aðgengi að orku. „Í þessu samhengi horfum við meðal annars til nýtingar á Ölkelduhálsi með möguleika á skáborun undir Reykjadal, Grændal og Gufudal, þá er þekkt aðgengi að orku í Ölfusdal, við Hlíðardalsskóla og víðar innan Sveitarfélagsins. Við höfum á seinustu árum verið of miklir áhorfendur í orkumálum og til að mynda séð sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu byggja upp stærsta jarðorkuver í heimi upp hér í Ölfusinu,“ segir Grétar. „Svo magnað sem það er þá nýtist þessi mikla orka sem þar er unnin ekki fyrir fyrirtæki hér á svæðinu heldur er hver einasti dropi nýttur á höfuðborgarsvæðinu auk smáræðis innan lóðar þeirra á Hellisheiði. Þessu ætlum við að breyta með því að stíga sjálf fram í þessum málum.“ Ölfus Orkumál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þar segir að félagið sé rekstrarfélag. Tilgangur þess sé orkurannsóknir, orkuvinnsla og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfus og annarra sveitarfélaga og hagaðila á áhrifasvæði þess og rekstur tengdra mannvirkja. Í tilkynningu segir að í stjórn félagsins hafi eftirfarandi verið kjörnir: Grétar Ingi Erlendsson sem jafnframt var kosinn formaður stjórnar og meðstjórnendur Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kristín Magnúsdóttir. Í varastjórn voru kosin Hrönn Guðmundsdóttir og Gestur Þór Kristjánsson. Jafnframt var Elliði Vignisson ráðinn framkvæmdastjóri með prókúru. „Aðgengi að orku er að verða ein helsta ógn verðmætasköpunar á Íslandi og mikilvægt að allir leggist á eitt til að hreyfa við málum. Það verður ekki við það búið að hér takmarkist verðmætasköpun af því að ekki sé nægt aðgengi að orku. Sveitarfélagið Ölfus er eitt orkuríkasta svæði á Íslandi með fjölmarga kosti til nýtingar,“ segir Elliði Vignissson, bæjarstjóri Ölfuss. „Við höfum sótt fast fram á forsendum framleiðslu á umhverfisvænum matvælum og fl. og berum því ábyrgð á því að innviðir eins og aðgengi að orku verði tryggðir. Hlutverk félagsins verður fyrst og fremst að koma fram í þessum málum fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfus og þá eftir atvikum í samstarfi við orkufyrirtæki með aðgengi að þekkingu, tækjum og fjármagni. Þannig er það ekki séð sem hlutverk félagsins að standa í áhætturekstri heldur að leita samstarfs sem tryggir íbúum verðmætasköpun og velferð.“ Þá er haft eftir Grétari Inga Erlendssyni, stjórnarformanni hins nýja félags, að með stofnuninni sé ætlunin að beita sér enn fastar en áður fyrir nýtingu orkukosta innan Sveitarfélagsins Ölfus í þeim tilgangi að tryggja íbúum og fyrirtækjum aðgengi að orku. „Í þessu samhengi horfum við meðal annars til nýtingar á Ölkelduhálsi með möguleika á skáborun undir Reykjadal, Grændal og Gufudal, þá er þekkt aðgengi að orku í Ölfusdal, við Hlíðardalsskóla og víðar innan Sveitarfélagsins. Við höfum á seinustu árum verið of miklir áhorfendur í orkumálum og til að mynda séð sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu byggja upp stærsta jarðorkuver í heimi upp hér í Ölfusinu,“ segir Grétar. „Svo magnað sem það er þá nýtist þessi mikla orka sem þar er unnin ekki fyrir fyrirtæki hér á svæðinu heldur er hver einasti dropi nýttur á höfuðborgarsvæðinu auk smáræðis innan lóðar þeirra á Hellisheiði. Þessu ætlum við að breyta með því að stíga sjálf fram í þessum málum.“
Ölfus Orkumál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira