Hætta á að verðmætum verði glutrað niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2023 17:21 Árni Magnússon forstjóri Ísor segir gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld setji fjármuni í rannsóknir á jarðauðlindum hér á landi. Meðan það sé ekki gert sé hætta á að verðmætum sé glutrað niður. Vísir/Sigurjón Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni. Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni.
Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira