Hætta á að verðmætum verði glutrað niður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2023 17:21 Árni Magnússon forstjóri Ísor segir gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld setji fjármuni í rannsóknir á jarðauðlindum hér á landi. Meðan það sé ekki gert sé hætta á að verðmætum sé glutrað niður. Vísir/Sigurjón Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni. Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Meira en helmingur stærri fljóta í heiminum er að þorna upp samkvæmt nýlegri úttekt sem greint var frá í Reuters. Þá búa tveir milljarðar jarðarbúa á svæðum þar sem vatnsskortur ríkir. Orkumálastjóri benti á stóraukna ásókn í vatnsauðlindina hér á landi í fréttum Stöðvar 2 um daginn. Þá sagði framkvæmdastýra Veitna á að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Undir þetta tekur Árni Magnússon forstjóri Ísor. „Það eru alveg skýrar vísbendingar um það og til dæmis þá bentum við á þetta þegar kemur að heita vatninu fyrir umhverfisráðuneytið í vetur,“ segir Árni. Ekkert vitað um stöðu jarðrænna auðlinda Heildarkortlagning á jarðrænum auðlindum er hins vegar ekki til hér á landi. Þannig er ekki ljóst hversu mikið heitt eða kalt fersk er til. Hann segir afar mikilvægt að bæta úr þessu. „Jarðrænar auðlindir eru sennilega mikilvægustu og mestu auðlindir mannkyns. Við erum að tala um ferskvatn, heitt vatn, málma og byggingarefni og þetta eru allt hlutir sem munu ráða til um lífsgæði fólks á næstu áratugum og árhundruðum,“ segir Árni. Hann segir að miðað við þá litlu fjármuni sem stjórnvöld leggi nú til málaflokksins muni taka hátt í sjötíu ár að kortleggja auðlindirnar hér. „Við sjáum að við erum algjörir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Þær eru löngu búnar að skrásetja auðlindir sínar. Stjórnvöld þurfa að leggja línurnar, þau þurfa að segja hver sé stefnan og þaðan þarf fjármagnið að koma,“ segir Árni Hann segir að kostnaður hins opinbera við að hraða rannsóknum þurfi ekki að vera ýkja hár í samanburði við ávinninginn af þeim „Það væri hægt að hraða rannsóknum um tugi ára með því að kosta til um einum komma þremur milljarði króna. Þetta þarf að gerast sem fyrst. Á meðan við erum með nánast með bundið fyrir augun varðandi þessar auðlindir þá eru stórhætta á að við glötum einhverjum þeirra,“ segir Árni.
Vatn Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira