Orkulaus orkuskipti? Jón Trausti Ólafsson skrifar 21. september 2023 09:00 Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Orkumál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rétt um 100 dagar til áramóta. Fjármálaráðherra hefur sagt að þá verði lagður virðisaukaskattur á rafbíla af fullum þunga en í dag eru fyrstu 5.500.000 krónurnar af kaupverði rafbíla án virðisaukskatts. Rafbílar bera að auki 5% vörugjöld frá síðustu áramótum. Samanlagður skattur (vörugjöld og virðisaukaskattur) af nýjum 100% rafknúnum fólksbíl, sem kostar um 8.000.000 kr., er því um 1.100.000 krónur m.v. núverandi tilhögun. Um komandi áramót leggst viðbótar virðisaukaskattur upp á 1.360.000 krónur á þennan bíl og verður því heildarskattur bifreiðarinnar 2.460.000 krónur eða meira en tvöfaldur samanborið við daginn í dag. Þess má geta að virðisaukaskattur og vörugjöld á sparneytinn bensín- eða dísilbíl með Hybrid tækni, sem kostar fimm milljónir króna, nema um einni milljón til tólf hundruð þúsund krónum. Að óbreyttu stefnir því í að frá næstu áramótum verði skattheimta rafbílsins tvöföld á við bensín- eða dísilbíl sem uppfyllir sömu þarfir. Orkusjóður, sem á að taka við, verður að hafa tækin og tólin til að vinna á móti þessum breytingum. Þær eru þvert á anda nútímakrafna um ábyrgð í loftslagsmálum. Rafhlöður nema í mörgum tilvikum allt að 50% af framleiðslukostnaði rafbíla. Framleiðslukostnaður á hverja kílóvattstund rafhlaða hækkaði á árinu 2022, en gert er ráð fyrir einhverrri lækkun þessa kostnaðar á komandi árum. Við sem erum í þessu geira viljum búa til umhverfi sem flýtir orkuskiptum á meðan framleiðslukostnaður rafhlaða lækkar, því rafbílarnir eru einfaldlega enn mun dýrari í framleiðslu. Nú eru skráð um 290.000 ökutæki á Íslandi, þar af eru um 18.500 rafbílar eða um 6,3% af heildarflotanum. Ef við seljum aðeins rafbíla á næstu 6 árum eða um 15.000 bíla á ári og sama magn fer í förgun þá verða um 108.500 skráðir rafbílar á Íslandi árið 2030 eða um 37% af öllum ökutækjum. Að allir seldi bílar frá og með næstu áramótum verði rafbílar er hins vegar algerlega óraunhæft. Markmið Íslands (skv. stjórnarsáttmála) er að draga úr skráðri losun um 55% frá árinu 2005 fyrir 2030. Losun frá ökutækjum fer samt sem áður vaxandi, enda eru orkuskiptin hálf orkulaus þegar fyrirsjáanleiki er enginn hjá stjórnvöldum og stuðningur og skilningur takmarkaður. Fögrum fyrirheitum verða að fylgja ábyrgar aðgerðir. Það er unnt að gera svo miklu betur. Guðlaugur Þór Þórðarson er um það bil að taka við boltanum frá Bjarna Benediktssyni. Miklu skiptir að þeir hljóti báðir stuðning atvinnulífisins við að móta umgjörð sem virkar og flýtir orkuskiptum landsmanna. Höfundur er forstjóri Bílaumboðsins Öskju.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar