Bandaríkin

Fréttamynd

Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter

Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meið­yrði

Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg.

Erlent
Fréttamynd

Sam­- og tví­kyn­hneigðir karl­ar mega gefa blóð

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum.

Erlent
Fréttamynd

Dóttir DeNiro komin með nafn

Dóttir stórleikarans Robert DeNiro sem fæddist 6. apríl síðastliðinn hefur fengið nafnið Gia Virginia Chen-DeNiro. Móðir barnsins er Tiffany Chen, Tai Chi-leiðbeinandi, en hún er 35 árum yngri en DeNiro.

Lífið
Fréttamynd

Vilja heimila lausa­­sölu getnaðar­varna­r­pillu

Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu.

Erlent
Fréttamynd

Segist geta bundið enda á á­tökin í Úkraínu á 24 klukku­stundum

„Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020.

Erlent
Fréttamynd

Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér

George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti.

Erlent
Fréttamynd

Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð

Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans.

Erlent
Fréttamynd

Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik

George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið

Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu.

Erlent
Fréttamynd

Lygni þingmaðurinn ákærður

Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing.

Erlent
Fréttamynd

Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og æru­meiðingar

Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn

Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er.

Lífið
Fréttamynd

Óperu­stjarnan Grace Bumbry er látin

Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar.

Menning
Fréttamynd

Byssu­maðurinn sagður hafa að­hyllst hvíta öfga­hyggju

Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið.

Erlent