Bandaríkin

Fréttamynd

Skuggavaldið: Morð, sam­særi og ó­trú­leg ó­gæfa „konungsfjölskyldu“ Banda­ríkjanna

Hvernig getur ein fjölskylda orðið fyrir eins mikilli ógæfu og Kennedy-fjölskyldan? Flugvélar sem hrapa, dularfull morð, skelfileg heilsufarsvandamál og sögur af myrkum leyndarmálum sem elta hana kynslóð eftir kynslóð. Er Kennedy-fjölskyldan einfaldlega fórnarlamb tilviljanakenndra hörmunga – eða eru örlög hennar mótuð af einhverju stærra, jafnvel huldu öflum?

Lífið
Fréttamynd

Sér ekkert vopna­hlé í kortunum

Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim.

Erlent
Fréttamynd

Ó­líkar meiningar um vald­svið Trump og dóm­stóla

Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á víð­tækar ferðatakmarkanir

Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður.

Erlent
Fréttamynd

Bannaði Trump að nota lög frá á­tjándu öld

Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Gera um­fangs­miklar á­rásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika.

Erlent
Fréttamynd

Níu mánaða geim­ferð sem átti að taka átta daga lýkur

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Feldu næst­ráðandi leið­toga Íslamska ríkisins

Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Segir sendi­herra hata Trump og Banda­ríkin

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land er leiðandi ljós og hvatning til fjöl­miðla

Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum.

Skoðun
Fréttamynd

Bað Pútín um að hlífa her­mönnum sem enginn kannast við

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Erlent
Fréttamynd

Hittast á laun

Tiger Woods og Vanessa Trump eru par en hafa verið að hittast á laun. Þau eru nýbyrjuð að stinga saman nefjum og taka hlutunum af hinni stökustu ró þó það styttist í að alvaran hefjist.

Lífið
Fréttamynd

Lúffar af ótta við enn meira niður­rif Trumps

Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum.

Erlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki vera Banda­ríkja­menn“

„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku.

Erlent
Fréttamynd

Gerir lítið úr til­kalli Dana til Græn­lands

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin.

Erlent
Fréttamynd

Segist opinn fyrir vopna­hléi en hafnar til­lögu Trumps

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar.

Erlent
Fréttamynd

Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár

Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár.

Erlent
Fréttamynd

Vonska vegna vambaráns á­hrifa­valds í Ástralíu

Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið.

Erlent