Bandaríkin Mikið fentanýl falið bak við hlera á dagheimilinu Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins. Erlent 21.9.2023 23:41 Tveir látnir í skólarútuslysi Erlent 21.9.2023 23:39 Rupert Murdoch sest í helgan stein Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði. Viðskipti erlent 21.9.2023 13:44 Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Erlent 21.9.2023 10:47 Fylgdi Google Maps fram af ónýtri brú og lést Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Erlent 21.9.2023 07:09 Meintur barnaníðingur gómaður eftir sviðsetningu á eigin dauðdaga Bandarískur maður sem er grunaður um að sviðsetja eigin dauðdaga til að forðast saksókn í barnaníðsmálum var handtekinn á síðastliðinn sunnudag eftir að hafa reynt að flýja frá lögreglu í Georgíuríki Bandaríkjanna. Erlent 20.9.2023 22:23 Nettröll sögðu Trump látinn á X-reikningi sonar hans Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á reikning Donald Trump yngri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag og birtu vafasamar færslur, eina þess efnis að forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetinn væri látinn. Erlent 20.9.2023 22:05 Ungbarn lést vegna ofskammts af fentanýli Eins árs gamall drengur lést eftir að hafa innbyrt fentanýl á dagheimili í Bronx-hverfi í New York borg í síðustu viku. Erlent 20.9.2023 20:53 McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. Erlent 20.9.2023 13:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. Erlent 20.9.2023 09:00 Katy Perry seldi réttinn að tónlist sinni fyrir þrjátíu milljarða Bandaríska söngkonan Katy Perry hefur selt rétt að öllum fimm plötum hennar til útgáfufyrirtækisins Litmus Music fyrir 225 milljónir Bandaríkjadala, eða um þrjátíu milljarða króna. Viðskipti erlent 19.9.2023 18:18 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Erlent 19.9.2023 16:52 Hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði. Lífið 19.9.2023 14:44 Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Erlent 19.9.2023 12:13 Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. Erlent 19.9.2023 07:20 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. Menning 19.9.2023 07:00 Ariana Grande sækir um skilnað Tónlistarkonan heimsfræga Ariana Grande hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Dalton Gomez. Þau hafa verið gift í tvö ár. Lífið 18.9.2023 23:55 Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. Erlent 18.9.2023 15:27 Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 18.9.2023 11:54 Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. Erlent 18.9.2023 07:21 Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Erlent 17.9.2023 21:45 Vonar að Ísland geti verið griðastaður fyrir son sinn Faðir fjórtán ára trans stráks vonar að Ísland geti orðið að griðastað fyrir son sinn í framtíðinni. Hann segir það átakanlegt að hafa fylgst með umræðunni á Íslandi undanfarið og vonast til að Íslendingar takist á við andbyrinn. Innlent 17.9.2023 18:21 Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Lífið 16.9.2023 18:29 „Hann dó sem hetja“ Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug. Lífið 16.9.2023 09:02 Myndband sýnir starfsmann skóla slá þriggja ára barn í hausinn Myndband úr öryggismyndavél úr skóla í Ohio-ríki Bandaríkjanna sýnir það þegar starfsmaður skólans hleypur á eftir þriggja ára barni, slær það í hausinn sem veldur því að barnið fellur til jarðar, en í kjölfarið tekur starfsmaðurinn barnið upp á fótleggjunum. Erlent 15.9.2023 11:42 Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn. Erlent 15.9.2023 11:15 Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. Erlent 15.9.2023 08:36 Verkföll hafin hjá bílarisunum í Bandaríkjunum Verkalýðsfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum hefur nú hafið verkfallsaðgerðir eftir að samningaviðræður við stóru bílarisana þrjá í Banndaríkjunum fóru endanlega út um þúfur. Viðskipti erlent 15.9.2023 07:18 Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. Erlent 15.9.2023 07:10 Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Innlent 15.9.2023 06:48 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 334 ›
Mikið fentanýl falið bak við hlera á dagheimilinu Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins. Erlent 21.9.2023 23:41
Rupert Murdoch sest í helgan stein Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði. Viðskipti erlent 21.9.2023 13:44
Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Erlent 21.9.2023 10:47
Fylgdi Google Maps fram af ónýtri brú og lést Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Erlent 21.9.2023 07:09
Meintur barnaníðingur gómaður eftir sviðsetningu á eigin dauðdaga Bandarískur maður sem er grunaður um að sviðsetja eigin dauðdaga til að forðast saksókn í barnaníðsmálum var handtekinn á síðastliðinn sunnudag eftir að hafa reynt að flýja frá lögreglu í Georgíuríki Bandaríkjanna. Erlent 20.9.2023 22:23
Nettröll sögðu Trump látinn á X-reikningi sonar hans Óprúttnir aðilar hökkuðu sig inn á reikning Donald Trump yngri á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag og birtu vafasamar færslur, eina þess efnis að forsetaframbjóðandinn og fyrrverandi forsetinn væri látinn. Erlent 20.9.2023 22:05
Ungbarn lést vegna ofskammts af fentanýli Eins árs gamall drengur lést eftir að hafa innbyrt fentanýl á dagheimili í Bronx-hverfi í New York borg í síðustu viku. Erlent 20.9.2023 20:53
McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. Erlent 20.9.2023 13:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. Erlent 20.9.2023 09:00
Katy Perry seldi réttinn að tónlist sinni fyrir þrjátíu milljarða Bandaríska söngkonan Katy Perry hefur selt rétt að öllum fimm plötum hennar til útgáfufyrirtækisins Litmus Music fyrir 225 milljónir Bandaríkjadala, eða um þrjátíu milljarða króna. Viðskipti erlent 19.9.2023 18:18
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Erlent 19.9.2023 16:52
Hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði. Lífið 19.9.2023 14:44
Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Erlent 19.9.2023 12:13
Herþotan sem týndist er fundin Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent. Erlent 19.9.2023 07:20
Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. Menning 19.9.2023 07:00
Ariana Grande sækir um skilnað Tónlistarkonan heimsfræga Ariana Grande hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Dalton Gomez. Þau hafa verið gift í tvö ár. Lífið 18.9.2023 23:55
Umdeildum fangaskiptum lokið Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. Erlent 18.9.2023 15:27
Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 18.9.2023 11:54
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. Erlent 18.9.2023 07:21
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Erlent 17.9.2023 21:45
Vonar að Ísland geti verið griðastaður fyrir son sinn Faðir fjórtán ára trans stráks vonar að Ísland geti orðið að griðastað fyrir son sinn í framtíðinni. Hann segir það átakanlegt að hafa fylgst með umræðunni á Íslandi undanfarið og vonast til að Íslendingar takist á við andbyrinn. Innlent 17.9.2023 18:21
Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Lífið 16.9.2023 18:29
„Hann dó sem hetja“ Fjölskylda náinna systkina sem féllu frá með níu ára millibili ætla að sjá til þess að minning þeirra gleymist aldrei. Þau vonast til að geta hjálpað þeim sem lenda í áfalli á borð við það sem þau urðu fyrir fyrir áratug. Lífið 16.9.2023 09:02
Myndband sýnir starfsmann skóla slá þriggja ára barn í hausinn Myndband úr öryggismyndavél úr skóla í Ohio-ríki Bandaríkjanna sýnir það þegar starfsmaður skólans hleypur á eftir þriggja ára barni, slær það í hausinn sem veldur því að barnið fellur til jarðar, en í kjölfarið tekur starfsmaðurinn barnið upp á fótleggjunum. Erlent 15.9.2023 11:42
Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn. Erlent 15.9.2023 11:15
Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. Erlent 15.9.2023 08:36
Verkföll hafin hjá bílarisunum í Bandaríkjunum Verkalýðsfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum hefur nú hafið verkfallsaðgerðir eftir að samningaviðræður við stóru bílarisana þrjá í Banndaríkjunum fóru endanlega út um þúfur. Viðskipti erlent 15.9.2023 07:18
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. Erlent 15.9.2023 07:10
Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Innlent 15.9.2023 06:48