Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 15:48 Donald Trump yfirgefur Hvíta húsið á föstudag til að fara til Flórída. Musk horfir út um dyrnar. Getty Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um fundinn sem miðillinn byggir á fimm heimildarmönnum sínum. DOGE er stofnun sem ríkisstjórn Trump stofnaði þann 20. janúar 2025 með því að breyta USDS (United States Digital Service) í USDOGETO (U.S. DOGE Service Temporary Organization). Verkefni stofnunarinnar er að skera niður í opinberum stofnunum og setti Trump tæknimógúlinn Musk yfir stofnuninni. Á fundinum á Musk að hafa sakað Marco Rubio utanríkisráðherra um að skera ekki nægilega mikið niður í ráðuneytinu. Hann bætti síðan við að kannski hafi eina manneskjan sem Rubio rak verið fulltrúi DOGE í ráðuneytinu. Donald Trump, forseti, ásamt þeim Marco Rubio og Pete Hegseth, sem gegna embættum utanríkis- og varnarmálaráðherra.AP Rubio, sem ku hafa verið óánægður með Musk frá því að stofnunin USAID var lögð niður, svaraði Musk víst fullum hálsi og spurði hann út í þá 1.500 starfsmenn ráðuneytisins sem fóru á snemmbúin eftirlaun. Hann hafi síðan hæðnislega spurt hvort ætti að ráða þá aftur til að reka enn á ný. Rubio hafi svo greint frá áætlunum sínum við endurskipulagningu ráðuneytisins. Musk á þá að hafa sagt Rubio vera „flottan í sjónvarpi“ og ýjað að því að hann væri ekkert meira en það. Á meðan hafi Trump fylgst með gangi mála hinn rólegasti en á endanum stigið inn í til að verja Rubio og sagt hann standa sig vel í erfiðu ráðuneyti. Fækkun flugumferðarstjóra í skugga flugslysa Áður en Musk reifst við Rubio á hann líka að hafa lent í orðaskaki við Sean Duffy, samgöngumálaráðherra. Duffy hafði gagnrýnt tilraunir starfsmanna DOGE til að segja upp flugumferðastjórum sem væru þegar af skornum skammti innan Flugmálastjórnar landsins. Hann hafi sett niðurskurðinn í samhengi við nýleg flugslys en samgönguráðuneytið hefur verið undir smásjá eftir tvö umfangsmikil flugslys síðustu tvo mánuði. Skurðhnífur frekar en öxi Eftir að hafa hlustað á báðar hliðar steig Trump inn í deilurnar og ítrekaði stuðning sinn við DOGE en sagði að héðan í frá myndu ráðherrarnir stjórna ráðuneytum sínum og teymi Musk myndi aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu um daginn.AP/ALex Brandon Eftir fundinn skrifaði Trump færslu á samfélagsmiðilinn Truth Social þar sem hann sagðist hafa fyrirskipað ráðherrum sínum að vinna með DOGE að „kostnaðaraðhaldsaðgerðum“. Ráðherrarnir myndu kynnast og læra um starfsfólk og þannig komast að því hverjir ættu að vera og hverjir ættu að fara. „Við segjum „skurðarhnífinn“ frekar en „öxina“,“ skrifaði hann í færslunni og vísaði þar greinilega í Musk sem mundaði vélsög um daginn til að sýna hvernig hann ætlaði að skera niður. Á blaðamannafundi í gær var Trump spurður út í umfjöllun New York Times og hafnaði hann því að fundurinn hefði verið hitafundur. „Enginn árekstur, ég var þarna, þú ert bara vandræðagemsi,“ sagði hann við blaðamanninn sem bar upp fyrirspurnina. „Elon og Marco kemur vel saman og þeir standa sig frábærlega,“ sagði hann einnig. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. 25. febrúar 2025 12:30 Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11 Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. 12. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um fundinn sem miðillinn byggir á fimm heimildarmönnum sínum. DOGE er stofnun sem ríkisstjórn Trump stofnaði þann 20. janúar 2025 með því að breyta USDS (United States Digital Service) í USDOGETO (U.S. DOGE Service Temporary Organization). Verkefni stofnunarinnar er að skera niður í opinberum stofnunum og setti Trump tæknimógúlinn Musk yfir stofnuninni. Á fundinum á Musk að hafa sakað Marco Rubio utanríkisráðherra um að skera ekki nægilega mikið niður í ráðuneytinu. Hann bætti síðan við að kannski hafi eina manneskjan sem Rubio rak verið fulltrúi DOGE í ráðuneytinu. Donald Trump, forseti, ásamt þeim Marco Rubio og Pete Hegseth, sem gegna embættum utanríkis- og varnarmálaráðherra.AP Rubio, sem ku hafa verið óánægður með Musk frá því að stofnunin USAID var lögð niður, svaraði Musk víst fullum hálsi og spurði hann út í þá 1.500 starfsmenn ráðuneytisins sem fóru á snemmbúin eftirlaun. Hann hafi síðan hæðnislega spurt hvort ætti að ráða þá aftur til að reka enn á ný. Rubio hafi svo greint frá áætlunum sínum við endurskipulagningu ráðuneytisins. Musk á þá að hafa sagt Rubio vera „flottan í sjónvarpi“ og ýjað að því að hann væri ekkert meira en það. Á meðan hafi Trump fylgst með gangi mála hinn rólegasti en á endanum stigið inn í til að verja Rubio og sagt hann standa sig vel í erfiðu ráðuneyti. Fækkun flugumferðarstjóra í skugga flugslysa Áður en Musk reifst við Rubio á hann líka að hafa lent í orðaskaki við Sean Duffy, samgöngumálaráðherra. Duffy hafði gagnrýnt tilraunir starfsmanna DOGE til að segja upp flugumferðastjórum sem væru þegar af skornum skammti innan Flugmálastjórnar landsins. Hann hafi sett niðurskurðinn í samhengi við nýleg flugslys en samgönguráðuneytið hefur verið undir smásjá eftir tvö umfangsmikil flugslys síðustu tvo mánuði. Skurðhnífur frekar en öxi Eftir að hafa hlustað á báðar hliðar steig Trump inn í deilurnar og ítrekaði stuðning sinn við DOGE en sagði að héðan í frá myndu ráðherrarnir stjórna ráðuneytum sínum og teymi Musk myndi aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu um daginn.AP/ALex Brandon Eftir fundinn skrifaði Trump færslu á samfélagsmiðilinn Truth Social þar sem hann sagðist hafa fyrirskipað ráðherrum sínum að vinna með DOGE að „kostnaðaraðhaldsaðgerðum“. Ráðherrarnir myndu kynnast og læra um starfsfólk og þannig komast að því hverjir ættu að vera og hverjir ættu að fara. „Við segjum „skurðarhnífinn“ frekar en „öxina“,“ skrifaði hann í færslunni og vísaði þar greinilega í Musk sem mundaði vélsög um daginn til að sýna hvernig hann ætlaði að skera niður. Á blaðamannafundi í gær var Trump spurður út í umfjöllun New York Times og hafnaði hann því að fundurinn hefði verið hitafundur. „Enginn árekstur, ég var þarna, þú ert bara vandræðagemsi,“ sagði hann við blaðamanninn sem bar upp fyrirspurnina. „Elon og Marco kemur vel saman og þeir standa sig frábærlega,“ sagði hann einnig.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. 25. febrúar 2025 12:30 Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11 Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. 12. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. 25. febrúar 2025 12:30
Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar. 20. febrúar 2025 08:11
Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. 12. febrúar 2025 10:48