Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 23:43 Rannsókn sem sýndi fram á tengsl milli bóluefna og einhverfu hefur verið afsönnuð. AP/Mary Altaffer Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn. Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn.
Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30