Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 17:42 Frá vinstri á myndinni eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands og svo Elon Musk eigandi Tesla og SpaceX. Vísir/EPA Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X
Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48