Bandaríkin

Fréttamynd

Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist

Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi.

Erlent
Fréttamynd

Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic

Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu.

Erlent
Fréttamynd

„Hann var bara að skemmta sér“

Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana.

Erlent
Fréttamynd

Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður

Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum.

Erlent
Fréttamynd

Harris hættir við kosningafundi vegna kórónuveirusmits

Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag.

Erlent
Fréttamynd

Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid

Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa fundið lekann á geimstöðinni

Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni virðast nú hafa fundið leka á geimstöðinni sem erfiðlega hefur gengið að finna. Leitin hefur staðið yfir í nokkrar vikur en geimfararnir sem flugu til geimstöðvarinnar í gær voru með sérstakan búnað sem á að hjálpa þeim að finna lekann.

Erlent
Fréttamynd

Biden og Trump keppa um áhorf

Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma.

Erlent
Fréttamynd

Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden

Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar.

Erlent