Bandaríkin

Fréttamynd

Rann­saka meintar mútu­greiðslur í skiptum fyrir náðanir

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu.

Erlent
Fréttamynd

Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Elliot Page úr Juno er trans

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fauci segist búast við hinu versta í kjölfar þakkargjörðar

Anthony Fauci, helsti sérfræðingur Bandaríkjamanna þegar kemur að sóttvörnum og kórónuveirunni óttast að í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar, sem haldin var um helgina, skelli bylgja eftir bylgju á landsmönnum þegar kemur að kórónuveirusmitum.

Erlent
Fréttamynd

Rúmlega fjórar milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum í nóvember

Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Bandaríkjunum í nóvember fór yfir fjórar milljónir í gær. Í október smituðust 1,9 milljónir manna. Óttast er að ástandið muni versna verulega vegna mikilla ferðalaga Bandaríkjamanna í tengslum við Þakkargjörðahátíðina og mikillar mannmergðar í verslunum.

Erlent
Fréttamynd

Dularfulla súlan er horfin

Hin dularfulla málmsúla sem fannst nýverið í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð. Embættismenn segjast ekki vita hver fjarlægði súluna sem talið er að hafi verið listaverk.

Erlent
Fréttamynd

Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum

Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans.

Erlent
Fréttamynd

Kim sagður reiður og óskynsamur

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli

Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil.

Erlent
Fréttamynd

Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki

Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif.

Erlent
Fréttamynd

Fox semur við foreldra Seth Rich

Fox News gerðu samkomulag við foreldra manns vegna fréttar um að hann hefði verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum Demókrataflokksins til Wikileaks.

Erlent