Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 09:29 Þessar myndir birti ríkismiðill Norður-Kóreu en þær eiga að sýna tilraunaskot Hwasong 12 eldflaugar um helgina. Kóreumenn hafa ekki skotið svo stórri eldflaug á loft frá 2017. EPA/KCNA Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Eldflaugin kallast Hwasong-12 en talið er að hægt sé að skjóta henni að skotmörkum í rúmlega fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að tilraunaskotið hafi gengið út á að tryggja öryggi eldflaugarinnar. Myndir sem fylgdu yfirlýsingunni eiga að sýna að eldflaugin hafi farið út í geim. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Japan og Suður-Kóreu að eldflaugin hafi farið í tvö þúsund kílómetra hæð og hún hafi lent í sjónum milli Kóreuskagans og Japans, í um 800 kílómetra fjarlægð frá skotstað. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld í Norður-Kóreu skotið fjölda skammdrægra eldflauga á loft. Alls hefur sjö eldflaugum verið skotið frá Norður-Kóreu á undanförnum mánuði en þetta var í fyrsta sinn frá 2017 sem gerð var tilraun með eldflaug af þessari stærð sem getur borið kjarnorkuvopn. Þá var spennan mikil á Kóreuskaga og var það um það leyti sem Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hét því að mæta Norður-Kóreu með „eldi og heift“. Þá hótuðu Kóreumenn því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam með Hwasong-12 eldflaugum. Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Það fæli í sér minnst átta þúsund kílómetra ferðalag. Auk þess þyrfti ríkið að þróa kjarnorkuvopn sem eru í senn kröftug og smá, svo hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Þá þyrftu sprengjurnar að vera verulega harðgerðar til þess að þola hitann, titringinn og álagið sem fylgir því að fljúga aftur inn í gufuhvolfið. Þó nokkur ár eru síðan ráðamenn í Norður-Kóreu sögðust fyrst hafa tekist að þróa slík kjarnorkuvopn, en það hefur ekki verið staðfest. Árið 2017 var eldflaugum af gerðinni Hwasong-14 og Hwasong-15 skotið á loft frá Norður-Kóreu en þær gætu mögulega dregið til meginlands Bandaríkjanna. Reuters fréttaveitan hefur eftir bandarískum embættismanni að þar í landi sé óttast að Kóreumenn séu að undirbúa nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar. Embættismaðurinn sagði blaðamönnum í gær að gripið yrði til aðgerða. Norður-Kórea hefur um árabil verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna áðurnefndra vopnatilrauna, sem eru í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Japan Hernaður Tengdar fréttir Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05 Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11
Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Ríkisstjórn Norður-Kóreu ætlar mögulega að hefja á nýjan leik tilraunir með langdrægar eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Sú ákvörðun var tekin á ríkisráðsfundi í vikunni að Kim Jung-un, einræðisherra Norður-Kóreu, íhugaði að hefja tilraunirnar aftur vegna „óvinveittrar stefnu“ Bandaríkjanna í garð einræðisríkisins. 20. janúar 2022 11:05
Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar. 17. janúar 2022 09:35