Á hælum raðmorðingja sem vildi teikna fórnarlömbin Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 16:09 Teikning lögreglunnar í San Francisco af hinum meinta Doodler morðingja. Vísir/Twitter Lögreglan í San Francisco telur sig aldrei hafa verið nær því að upplýsa um hinn svokallaða Doodler morðingja sem grunaður er um hafa myrt sex samkynhneigða karlmenn í borginni á áttunda áratugnum. Morðin héldu samfélagi samkynhneigðra í San Francisco í heljargreipum á sínum tíma en fyrsta fórnarlambið fannst þann 27. janúar 1974. Síðastliðinn fimmtudag, nákvæmlega 48 árum síðar, tilkynnti lögreglan að þeir hefðu tvöfaldað verðlaunaféð fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans og lofar 200.000 dollurum fyrir haldbærar upplýsingar. Þessi staður í San Francisco hét áður Bo Jangles og var þekktur samkomustaður samkynhneigðra á áttunda áratugnum. Þar sást Klaus Christmann síðast en hann er eitt fórnarlamba Doodle raðmorðingjans.Vísir/Getty Ástæðan fyrir þessari stigmögnun er að lögreglan telur sig nú hafa vissu fyrir því að sjötta fórnarlambið hafi bæst í hóp þeirra sem Doodler morðinginn er grunaður um að hafa myrt. Áður var talið að fórnarlömbin væru fimm en lögreglan hefur nú bætt lögfræðingnum Warren Andrews í þann hóp en lík hans fannst árið 1975. Teiknaði myndir af fórnarlömbum Viðurnefnið Doodle fékk morðinginn þar sem hann er talinn hafa tælt fórnarlömb sín með því að teikna af þeim myndir á skemmtistöðum sem samkynhneigðir stunduðu, en orðið doodle þýðir að teikna eða skissa. Vitni lýstu manninum sem góðum listamanni. Hann hafi valið sér fórnarlamb og teiknað af því mynd. Hann hafi síðan sýnt viðkomandi teikninguna og hrósað fyrir útlit sitt. Fórnarlömbin yfirgáfu síðan staðina með manninum. Lík fórnarlambanna fundust á ströndum eða í görðum í vesturhluta San Francisco. Frá morðvettvangi í Golden Gate garðinum þar sem lík hins 27 ára gamla Joseph Stevens fannst í júní 1974.Vísir/Getty Á þessum tíma voru lög um „kynvillu“ víða enn við lýði og samkynhneigðir sóttu í félagsskap á á börum og skemmtistöðum. Strandir og garðar voru vinsælir staðir til samneytis og þar framdi Doodler raðmorðinginn glæpi sína. Ný sönnunargögn litið dagsins ljós Málið hafði verið svokallað kalt mál í fjöldamörg ár en árið 2017 tók rannsóknarlögreglumaðurinn Dan Cunningham skýrslur málsins úr hillum lögreglunnar og tveimur árum síðar birti lögreglan uppfærða mynd sem teiknuð hafði verið af hinum grunaða á áttunda áratugnum. Þá var tilkynnt um hundrað þúsund dollara verðlaunafé fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans. Getgátur um sjötta fórnarlambið komu fram í greinaflokki sem San Francisco Chronicle birti á síðasta ári þar sem morðið á lögfræðingnum Warren Andrews, sem myrtur var í apríl 1975, var rannsakað. Lík hans fannst á stað sem var vinsæll staður meðal samkynhneigðra til að hittast. Hann hafði þá verið barinn með steini og trjágrein og lést á sjúkrahúsi sjö vikum síðar af þeim völdum. Ocean Beach í San Fransisco þar sem lík eins fórnarlamba Doodler morðingjans fansnt í júlí 1974.Vísir/Getty Upphaflega tengdi lögreglan morðið á Andrews ekki við hin morðin sem Doodler morðinginn var grunaður um þar sem fyrri fórnarlömbin höfðu öll verið stungin til bana. Auk þess var Andrews ekki opinberlega kominn út úr skápnum þegar hann var myrtur. Lík hans fannst í garði þar sem vitað var að samkynnhneigðir karlmenn hittust oft á og lögreglan hefur staðfest að þeir telji að Andrews hafi verið myrtur af Doodler morðingjanum. Lögrelgan hefur fundið ný sönnunargögn sem tengjast morðinu á Warren Andrews og látið rannsaka þau með tillitli til mögulegra lífsýna. Þar að auki eru til rannsóknar vísbendingar frá austur- og suðurhluta Bandaríkjanna þar sem möguleiki er á að raðmorðinginn alræmdi hafi einnig framið morð. Rannsóknarlögreglumaðurinn Cunningham líkti rannsókninni við leik í ameríska fótboltanum. „Við byrjuðum með boltann á 1-2 jarda línunni við eigið mark og erum komin upp á miðjan völl núna.“ Það gæti því verið að þetta nærri hálfrar aldar gamla morðmál leyist á næstunni. Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Morðin héldu samfélagi samkynhneigðra í San Francisco í heljargreipum á sínum tíma en fyrsta fórnarlambið fannst þann 27. janúar 1974. Síðastliðinn fimmtudag, nákvæmlega 48 árum síðar, tilkynnti lögreglan að þeir hefðu tvöfaldað verðlaunaféð fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans og lofar 200.000 dollurum fyrir haldbærar upplýsingar. Þessi staður í San Francisco hét áður Bo Jangles og var þekktur samkomustaður samkynhneigðra á áttunda áratugnum. Þar sást Klaus Christmann síðast en hann er eitt fórnarlamba Doodle raðmorðingjans.Vísir/Getty Ástæðan fyrir þessari stigmögnun er að lögreglan telur sig nú hafa vissu fyrir því að sjötta fórnarlambið hafi bæst í hóp þeirra sem Doodler morðinginn er grunaður um að hafa myrt. Áður var talið að fórnarlömbin væru fimm en lögreglan hefur nú bætt lögfræðingnum Warren Andrews í þann hóp en lík hans fannst árið 1975. Teiknaði myndir af fórnarlömbum Viðurnefnið Doodle fékk morðinginn þar sem hann er talinn hafa tælt fórnarlömb sín með því að teikna af þeim myndir á skemmtistöðum sem samkynhneigðir stunduðu, en orðið doodle þýðir að teikna eða skissa. Vitni lýstu manninum sem góðum listamanni. Hann hafi valið sér fórnarlamb og teiknað af því mynd. Hann hafi síðan sýnt viðkomandi teikninguna og hrósað fyrir útlit sitt. Fórnarlömbin yfirgáfu síðan staðina með manninum. Lík fórnarlambanna fundust á ströndum eða í görðum í vesturhluta San Francisco. Frá morðvettvangi í Golden Gate garðinum þar sem lík hins 27 ára gamla Joseph Stevens fannst í júní 1974.Vísir/Getty Á þessum tíma voru lög um „kynvillu“ víða enn við lýði og samkynhneigðir sóttu í félagsskap á á börum og skemmtistöðum. Strandir og garðar voru vinsælir staðir til samneytis og þar framdi Doodler raðmorðinginn glæpi sína. Ný sönnunargögn litið dagsins ljós Málið hafði verið svokallað kalt mál í fjöldamörg ár en árið 2017 tók rannsóknarlögreglumaðurinn Dan Cunningham skýrslur málsins úr hillum lögreglunnar og tveimur árum síðar birti lögreglan uppfærða mynd sem teiknuð hafði verið af hinum grunaða á áttunda áratugnum. Þá var tilkynnt um hundrað þúsund dollara verðlaunafé fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku morðingjans. Getgátur um sjötta fórnarlambið komu fram í greinaflokki sem San Francisco Chronicle birti á síðasta ári þar sem morðið á lögfræðingnum Warren Andrews, sem myrtur var í apríl 1975, var rannsakað. Lík hans fannst á stað sem var vinsæll staður meðal samkynhneigðra til að hittast. Hann hafði þá verið barinn með steini og trjágrein og lést á sjúkrahúsi sjö vikum síðar af þeim völdum. Ocean Beach í San Fransisco þar sem lík eins fórnarlamba Doodler morðingjans fansnt í júlí 1974.Vísir/Getty Upphaflega tengdi lögreglan morðið á Andrews ekki við hin morðin sem Doodler morðinginn var grunaður um þar sem fyrri fórnarlömbin höfðu öll verið stungin til bana. Auk þess var Andrews ekki opinberlega kominn út úr skápnum þegar hann var myrtur. Lík hans fannst í garði þar sem vitað var að samkynnhneigðir karlmenn hittust oft á og lögreglan hefur staðfest að þeir telji að Andrews hafi verið myrtur af Doodler morðingjanum. Lögrelgan hefur fundið ný sönnunargögn sem tengjast morðinu á Warren Andrews og látið rannsaka þau með tillitli til mögulegra lífsýna. Þar að auki eru til rannsóknar vísbendingar frá austur- og suðurhluta Bandaríkjanna þar sem möguleiki er á að raðmorðinginn alræmdi hafi einnig framið morð. Rannsóknarlögreglumaðurinn Cunningham líkti rannsókninni við leik í ameríska fótboltanum. „Við byrjuðum með boltann á 1-2 jarda línunni við eigið mark og erum komin upp á miðjan völl núna.“ Það gæti því verið að þetta nærri hálfrar aldar gamla morðmál leyist á næstunni.
Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira