Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 13:59 Trump kom frá á fjöldafundi í Texas í gær þar sem hann sagði að þeir sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið í fyrra hefðu verið meðhöndlaðir á ósanngjarnan hátt. Vísir/EPA Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. „Ef ég býð mig fram og vinn, þá munum við koma fram við þetta fólk frá 6.janúar af sanngirni. Við munum koma fram við þau af sanngirni. Ef það þýðir náðanir þá munum við náða. Því það er verið að koma fram við þau af ósanngirni,“ sagði Trump á fjöldafundinum í gær sem var vel sóttur. Slagorðið „Björgum Bandaríkjunum“ sást á spjöldum stuðningsmanna hans sem tóku vel á móti forsetanum fyrrverandi. Fundurinn í gær var vel sóttur af stuðningsmönnum Trump.Vísir/EPA Þessi ummæli Trump endurspegla þann hug margra repúblikana að fyrirgefa ætti þeim sem réðust inn í þinghúsið í óeirðunum í fyrra. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi í kosningum 2024, sagði til dæmis að minningarathafnir sem haldnar voru þegar eitt ár var liðið frá atburðunum væru tilraun til að sverta stuðningsmenn Trump. Meira en 700 manns voru ákærðir fyrir sinn þátt í óeirðunum þar sem fimm létust og 138 lögreglumenn voru meðal slasaðra. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar atburðina, hefur stefnt fjölda einstaklinga og félagasamtökum sem hluti af rannsókn sinni og búist er verið að niðurstöður þeirra rannsóknar verði birtar í sumar. Á fundinum sagði Trump ekki beint út að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta árið 2024 en sagði að þá „myndu þau ná Hvíta húsinu aftur.“ Hann hefur margoft daðrað við framboð og heldur reglulega fjöldafundi með sínum stuðningsmönnum. Þá nýtti Trump einnig tækifærið og skaut föstum skotum að þeim saksóknurum sem eru að rannsaka viðskiptaveldi hans og kallaði eftir „stærstu mótmælum nokkurn tíman“ ef saksóknararnir myndu „gera eitthvað rangt eða ólöglegt.“ Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Hæstiréttur brást vonum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. 20. janúar 2022 12:37 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. 19. janúar 2022 09:47 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
„Ef ég býð mig fram og vinn, þá munum við koma fram við þetta fólk frá 6.janúar af sanngirni. Við munum koma fram við þau af sanngirni. Ef það þýðir náðanir þá munum við náða. Því það er verið að koma fram við þau af ósanngirni,“ sagði Trump á fjöldafundinum í gær sem var vel sóttur. Slagorðið „Björgum Bandaríkjunum“ sást á spjöldum stuðningsmanna hans sem tóku vel á móti forsetanum fyrrverandi. Fundurinn í gær var vel sóttur af stuðningsmönnum Trump.Vísir/EPA Þessi ummæli Trump endurspegla þann hug margra repúblikana að fyrirgefa ætti þeim sem réðust inn í þinghúsið í óeirðunum í fyrra. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi í kosningum 2024, sagði til dæmis að minningarathafnir sem haldnar voru þegar eitt ár var liðið frá atburðunum væru tilraun til að sverta stuðningsmenn Trump. Meira en 700 manns voru ákærðir fyrir sinn þátt í óeirðunum þar sem fimm létust og 138 lögreglumenn voru meðal slasaðra. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar atburðina, hefur stefnt fjölda einstaklinga og félagasamtökum sem hluti af rannsókn sinni og búist er verið að niðurstöður þeirra rannsóknar verði birtar í sumar. Á fundinum sagði Trump ekki beint út að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta árið 2024 en sagði að þá „myndu þau ná Hvíta húsinu aftur.“ Hann hefur margoft daðrað við framboð og heldur reglulega fjöldafundi með sínum stuðningsmönnum. Þá nýtti Trump einnig tækifærið og skaut föstum skotum að þeim saksóknurum sem eru að rannsaka viðskiptaveldi hans og kallaði eftir „stærstu mótmælum nokkurn tíman“ ef saksóknararnir myndu „gera eitthvað rangt eða ólöglegt.“
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Hæstiréttur brást vonum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. 20. janúar 2022 12:37 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. 19. janúar 2022 09:47 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01
Hæstiréttur brást vonum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. 20. janúar 2022 12:37
Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48
Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. 19. janúar 2022 09:47
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14