Ríkisborgararéttur

Fréttamynd

Kennir ís­lensku en fær ekki ríkis­borgararétt að ó­breyttu

Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa.

Innlent
Fréttamynd

Fram­úr­skarandi Ís­lendingur loksins orðinn Ís­lendingur

Kona sem var tilnefnd „framúrskarandi ungur Íslendingur“ síðasta haust hefur nú formlega hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Henni var brottvísað til Venesúela í vetur en er frá Suweida í Sýrlandi, þar sem blóðug átök hafa geisað síðustu viku. Hún segir margt líkt milli Suweida og Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Frá vinnuþræli til ríkis­borgara: Ég er inn­flytjandi sem þið getið ekki losnað við

Það er ótrúlegt að segja þetta upphátt, því þessi ferð hefur verið bæði eins og heil ævi og eins og eitt augnablik. Tíu ár af baráttu, vinnu, sársauka og gleði. Tíu ár af því að reyna að finna mér stað í landi sem var ekki alltaf tilbúið að taka á móti mér. En núna er ég með vegabréfið, kennitöluna, réttindin. Ég er Íslendingur. Löglega, algjörlega og að eilífu.

Skoðun
Fréttamynd

Oscar einn af fimm­tíu sem fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur mál kláruð fyrir þing­slit: „Skyn­sam­leg lúkning sem for­seti leggur til“

Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Þinglokasamningur í höfn

Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent