Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 6. september 2025 15:11 Roberto Luigi Pagani er staddur út í sveit á Austurlandi í réttum, en hann ræddi við fréttastofu í gegnum fjarfundarbúnað á reiprennandi íslensku. Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa. Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“ Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Roberto flutti til Íslands árið 2014 til að nema íslensk miðaldafræði við Háskóla Íslands og var ætlunin fyrst um sinn að vera bara eitt ár og fara svo aftur til Ítalíu. Svo fór að honum leið vel á Íslandi og ákvað að vera hér áfram og sækja um doktorsnám á Íslandi og kynntist svo íslenskri konu. Roberto hefur verið undanfarin tíu ár á bólakafi í íslenskum fræðum í háskólasamfélaginu, en hann er í dag á lokametrunum í doktorsnámi sínu, og hefur meðfram því sinnt kennslu í handritafræðum miðalda, forníslensku, nútímaíslensku, og er aðjúnkt í íslensku sem öðru máli. Í mars sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt, og skilaði öllum þeim gögnum sem eiga að fylgja slíkri umsókn. Roberto lifir og hrærist í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. „Þetta var sakarvottorð og allt saman, svo var líka krafa um íslenskupróf, og þetta var nefnilega málið. Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín.“ „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ „Samkvæmt reglugerð er hægt að fá undanþágu, þannig ég fékk bréf frá prófessor í íslenskri menningardeild, sem er leiðbeinandi minn í doktorsnáminu. Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ „Ég fékk bréf frá Útlendingastofnun í gær þar sem kom í ljós að þetta bréf væri ekki nóg. Það var lagt til að ég myndi senda prófskírteni af þeim námskeiðum sem ég var búinn að taka. En vandamálið er að ég hef ekki fengið svona skírteni.“ Roberto segir að vandinn felist einnig í því að prófið sem beðið er um í bréfinu frá Útlendingastofnun sé bara haldið tvisvar á ári. Næsta próf verði haldið í nóvember, en hann hafi verið krafinn um svar við bréfinu innan 14 daga. Annars falli umsóknin niður dauð. „Ég er ekki reiður út í neinn, ég skil mjög vel að kerfið geri ekki ráð fyrir mér. Þetta er kannski ástæða til að uppfæra kerfið, breyta reglunum, svo það sé aðeins meira svigrúm.“ „Ég myndi alveg taka þetta próf og borga 40 þúsund ef það væri mögulegt, en það er ekki í boði fyrr en í nóvember. Þá er umsóknin fallin niður. “ „Það væri mjög leiðinlegt að byrja upp á nýtt. En þetta er eðli skrifræðisins, það er bara þannig. Ég vona að það verði hægt að leysa vandamálið, en eins og er líður mér rosalega vel, það hefur verið tekið svo vel á móti mér í þessu landi.“
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisborgararéttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira