Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 16:02 Ríma fékk í haust viðurkenningu frá Höllu Tómasdóttur forseta eftri að Ríma var tilnefnd sem „framúrskarandi ungur Íslendingur“. Læti Kona sem var tilnefnd „framúrskarandi ungur Íslendingur“ síðasta haust hefur nú formlega hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Henni var brottvísað til Venesúela í vetur en er frá Suweida í Sýrlandi, þar sem blóðug átök hafa geisað síðustu viku. Hún segir margt líkt milli Suweida og Íslands. Ríma reyndi sem best að halda ró sinni þegar hún fékk símtal frá lögmanni sínum á mánudag. Hann tjáði Rímu að nafn hennar væri eitt þeirra fimmtíu í frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Hún vildi ekki gera sér of miklar væntingar enda átti eftir að samþykkja frumvarpið. „Furðulega, þá hef ég aldrei verið svona róleg,“ segir hún en það fór þó yfir hana mikill léttir þegar skjalið var loksins samþykkt með atkvæðum allra þingmanna nema Miðflokks. Þetta var stutt ró, kannski lognið á undan storminum, þar sem skömmu síðar fékk hún fréttir úr heimabæ sínum, Suweida í Suður-Sýrlandi, þar sem blóðug átök voru að hefjast milli hersveita Drúsa og sýrlenskra stjórnarhersins. Drúsar eru trúarminnihlutahópur í Sýrlandi og mörgum öðrum arabaríkjum. Um þúsund eru sagðir hafa farist frá því að átökin brutust út. Ríma lýsir blendnum tilfinningum af því að fá þessar fregnir á sama tíma, miklu þakklæti annars vegar og djúpri sorg hins vegar. „Ég fékk tvennar fréttir á sama tíma,“ heldur hún áfram, „annars vegar ótrúlega kvalafullar en hins vegar ótrúlega góðar gleðifréttir.“ Og á þeim skamma tíma sem Ríma hefur verið Íslendingur í laganna skilningi hefur hún misst níu vini og ættingja í Suweida. „Þetta hefur verið eins og helvíti,“ segir hún en henni hefur illa tekist að ná sambandi við kunningja sína í upprunalandinu. Átökunum var hrundið af stað eftir að fréttir fóru að berast af kaupmanni af drúsauppruna sem hafði verið rænt í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að vopnahlé hafi verið samþykkt virðist átökunum ekki ætla að linna. Framúrskarandi Íslendingi vísað úr landi Ríma, sem heitir fullu nafni Ríma Charaf Eddine Naser, er 33 ára Drúsi. Átökin vega þungt á hana og fjölskylduna. Drúsar eru trúarflokkur sem spratt upp í Egyptalandi á 11. öld út frá Ísmael-sjíisma en þeir skilgreina sig ekki sem múslíma. Í dag eru rúmlega milljón Drúsar víða um heiminn, flestir í Líbanon. Þá búa einnig margir Drúsar í Ísrael og á hinum umdeildu Gólanhæðum. En nú tilheyrir Ríma einnig annarri þjóð, Íslendingum, að minnsta kosti í laganna skilningi. Það gerir systir hennar, Noura Nasr, einnig en hún hlaut líka ríkisborgararétt á mánudag. Ríma hlaut í fyrra viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á því ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Verðlaunin sjálf féllu reyndar í skaut annarar, Nönnu Kristjánsdóttur, fyrir störf hennar og afrek á sviði menntamála. Halla Tómasdóttir forseti, verndari verðlaunanna, veitti þó öllum tilnefndum viðurkenningu þess efnis, þar á meðal Rímu. Á sama tíma og hún fékk þessa viðurkenningu stóð til að vísa henni úr landi. Ríma segist hafa þurf að hætta í íslenskunáminu við Háskóla Íslands þegar þeim systrunum var vísað til Venesúela síðasta vetur, fæðingarlands Rímu sem hefur þó búið nær allt sitt líf í Suweid að undanskildum árum þeirra á Íslandi. Suweida í Sýrlandi er gjarnan kölluð „Litla Venesúela“ þar sem fjöldi velesúelsk-sýrenskra fluttist þangað að frá Venesúal, margir hverjir afkomendur þeirra Sýrlendinga sem fluttust til Sýrlands á nítjándu öld. Þannig voru þær í fjóra mánuði aðskildar frá fjölskyldu sinni sem varð eftir á Íslandi. Fyrir mánuði síðan komu systurnar svo aftur til Íslands, þar sem von var uppi um að þær fengju ríkisborgararétt. Og viti menn. Hjálpar öðrum til að hjálpa sjálfri sér Það getur varla talist tilviljun að Ríma rataði í sjálfboðaliðastarf hér á landi enda hafði hún starfað mikið með börnum í Suweid. Þar nýtti hún gráðu sína í enskum bókmenntum frá Damaskus-háskóla til að kenna sýrlenskum börnum ensku og gegndi einnig sjálfboðaliðastörfum í flóttamannabúðum. Það var áhuginn á tungumálinu sem fékk hana til þess að nema enskar bókmenntir og henni finnst gaman að miðla þekkingu sinni áfram. Ríma segist reyndar ekkert sérstaklega félagslynd en hún lýsir samt kennslu sem leið til að tengjast og hjálpa öðrum. Það gaf því augaleið að hún tæki að sér að hjálpa börnum hér á landi þegar hún kom til Íslands og gerðist hún því sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum þar sem hún aðstoðaði arabískumælandi börn sem komu mörg hver frá stríðshrjáðum löndum. „Mig langaði að hjálpa,“ segir hún um tímann sinn hjá Rauða krossinum. „En kannski langaði mig líka að hjálpa sjálfri mér, vegna þess að þetta var ekki auðvelt hjá mér heldur, að vera að vera á glænýjum stað. Mig langaði að læra um hann.“ Hún hefur nýlega verið að taka enskutíma á netinu í von um að fá Tesol-kennsluviðurkenningu. Spurð hvað það sé sem henni líkar kveðst hún ekki geta svarað. Hún hafi einmitt sjálf verið að velta því fyrir sér að undanförnu. Annað að syngja með öðru fólki Læti!, áður Stelpur rokka!, vinna að valdeflingu ungmenna í gegnum tónlist og hefur Ríma notið sín í því starfi. Hún segist alla tíð hafa haft áhuga á tónlist, þótt gaman að syngja en hafi ávallt sungið ein. Það var því ný upplifun þegar hún gekk til liðs við kór hér á landi sem samanstendur af fólki frá mismunandi menningarheimum, stofnaðan af Marokkómönnum. „Við æfðum okkur að syngja lög frá til dæmis Fairuz,“ segir hún og útskýrir fyrir blaðamanni að Fairuz sé „goðsagnakennd söngkona frá Líbanon“. Þá hafi Ríma sungið á tónleikum kórsins sem haldnir voru í Kópavogi. „Þetta var fyrsta sinn sem ég þátt í einhverju svona tónlistartengdu,“ segir hún. „Ég var alltaf að ein og söng í einrúmi, en með öðru fólki var þetta allt öðruvísi. Það var mjög gaman.“ Svona eins og þú hafir fundið röddinn innan samfélagsins? „Einmitt,“ svarar hún. „Mér leið eins og ég tilheyrði einhverju.“ Hefur þér áður liðið eins og þú tilheyrir ekki? Hún kallar þetta erfiða spurningu. „Ég veit ekki hvar ég stend, þú veist, inni í hausnum á mér eða... kannski þarf ég bara að minna mig á það oftar: Já ókei, ég er alla vegana hér og ég ætti að vera þakklát fyrir þetta,“ segir hún. Margt líkt milli Íslands og Suweid Og hvað líkar þér og mislíkar við Ísland? Ríma hlær við. „Ég held að hver og einn staður hafi sína fallegu og ljótu hlið, eða óþægilegu hlið eða eitthvað,“ segir hún. „Til dæmis Ísland, ég elska náttúruna og ég er alveg að njóta veðursins hér,“ segir hún en þegar viðtalið er tekið situr Ríma í almenningsgarði í Reykjavík, það er hlýtt í veðri þó skýjað. „Ég fæ ekki að gera þetta í Sýrlandi, í Suweida.“ Í raun segir hún líkindin milli Íslands og Suweida allnokkur en landslagið á báðum stöðum er að mestu leyti úr basísku hrauni. „Sumt er líkt og það gefur mér smá þægindatilfinningu.“ En hvað tekur við? Ríma stefnir á að halda áfram í íslenskunáminu í Háskólanum og sjálfboðaliðastarfinu hjá Látum. „Af hverju ekki,“ svarar hún aðspurð. Þetta viðtal var tekið á ensku en Ríma er enn að ná tökum á okkar ástkæra, ylhýra og skilur hina og þessa frasa. Áður en blaðamaður leggur á og lýkur símtalinu kveður Ríma á íslensku: „Gaman að sjá þig.“ Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira
Ríma reyndi sem best að halda ró sinni þegar hún fékk símtal frá lögmanni sínum á mánudag. Hann tjáði Rímu að nafn hennar væri eitt þeirra fimmtíu í frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Hún vildi ekki gera sér of miklar væntingar enda átti eftir að samþykkja frumvarpið. „Furðulega, þá hef ég aldrei verið svona róleg,“ segir hún en það fór þó yfir hana mikill léttir þegar skjalið var loksins samþykkt með atkvæðum allra þingmanna nema Miðflokks. Þetta var stutt ró, kannski lognið á undan storminum, þar sem skömmu síðar fékk hún fréttir úr heimabæ sínum, Suweida í Suður-Sýrlandi, þar sem blóðug átök voru að hefjast milli hersveita Drúsa og sýrlenskra stjórnarhersins. Drúsar eru trúarminnihlutahópur í Sýrlandi og mörgum öðrum arabaríkjum. Um þúsund eru sagðir hafa farist frá því að átökin brutust út. Ríma lýsir blendnum tilfinningum af því að fá þessar fregnir á sama tíma, miklu þakklæti annars vegar og djúpri sorg hins vegar. „Ég fékk tvennar fréttir á sama tíma,“ heldur hún áfram, „annars vegar ótrúlega kvalafullar en hins vegar ótrúlega góðar gleðifréttir.“ Og á þeim skamma tíma sem Ríma hefur verið Íslendingur í laganna skilningi hefur hún misst níu vini og ættingja í Suweida. „Þetta hefur verið eins og helvíti,“ segir hún en henni hefur illa tekist að ná sambandi við kunningja sína í upprunalandinu. Átökunum var hrundið af stað eftir að fréttir fóru að berast af kaupmanni af drúsauppruna sem hafði verið rænt í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að vopnahlé hafi verið samþykkt virðist átökunum ekki ætla að linna. Framúrskarandi Íslendingi vísað úr landi Ríma, sem heitir fullu nafni Ríma Charaf Eddine Naser, er 33 ára Drúsi. Átökin vega þungt á hana og fjölskylduna. Drúsar eru trúarflokkur sem spratt upp í Egyptalandi á 11. öld út frá Ísmael-sjíisma en þeir skilgreina sig ekki sem múslíma. Í dag eru rúmlega milljón Drúsar víða um heiminn, flestir í Líbanon. Þá búa einnig margir Drúsar í Ísrael og á hinum umdeildu Gólanhæðum. En nú tilheyrir Ríma einnig annarri þjóð, Íslendingum, að minnsta kosti í laganna skilningi. Það gerir systir hennar, Noura Nasr, einnig en hún hlaut líka ríkisborgararétt á mánudag. Ríma hlaut í fyrra viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á því ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Verðlaunin sjálf féllu reyndar í skaut annarar, Nönnu Kristjánsdóttur, fyrir störf hennar og afrek á sviði menntamála. Halla Tómasdóttir forseti, verndari verðlaunanna, veitti þó öllum tilnefndum viðurkenningu þess efnis, þar á meðal Rímu. Á sama tíma og hún fékk þessa viðurkenningu stóð til að vísa henni úr landi. Ríma segist hafa þurf að hætta í íslenskunáminu við Háskóla Íslands þegar þeim systrunum var vísað til Venesúela síðasta vetur, fæðingarlands Rímu sem hefur þó búið nær allt sitt líf í Suweid að undanskildum árum þeirra á Íslandi. Suweida í Sýrlandi er gjarnan kölluð „Litla Venesúela“ þar sem fjöldi velesúelsk-sýrenskra fluttist þangað að frá Venesúal, margir hverjir afkomendur þeirra Sýrlendinga sem fluttust til Sýrlands á nítjándu öld. Þannig voru þær í fjóra mánuði aðskildar frá fjölskyldu sinni sem varð eftir á Íslandi. Fyrir mánuði síðan komu systurnar svo aftur til Íslands, þar sem von var uppi um að þær fengju ríkisborgararétt. Og viti menn. Hjálpar öðrum til að hjálpa sjálfri sér Það getur varla talist tilviljun að Ríma rataði í sjálfboðaliðastarf hér á landi enda hafði hún starfað mikið með börnum í Suweid. Þar nýtti hún gráðu sína í enskum bókmenntum frá Damaskus-háskóla til að kenna sýrlenskum börnum ensku og gegndi einnig sjálfboðaliðastörfum í flóttamannabúðum. Það var áhuginn á tungumálinu sem fékk hana til þess að nema enskar bókmenntir og henni finnst gaman að miðla þekkingu sinni áfram. Ríma segist reyndar ekkert sérstaklega félagslynd en hún lýsir samt kennslu sem leið til að tengjast og hjálpa öðrum. Það gaf því augaleið að hún tæki að sér að hjálpa börnum hér á landi þegar hún kom til Íslands og gerðist hún því sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum þar sem hún aðstoðaði arabískumælandi börn sem komu mörg hver frá stríðshrjáðum löndum. „Mig langaði að hjálpa,“ segir hún um tímann sinn hjá Rauða krossinum. „En kannski langaði mig líka að hjálpa sjálfri mér, vegna þess að þetta var ekki auðvelt hjá mér heldur, að vera að vera á glænýjum stað. Mig langaði að læra um hann.“ Hún hefur nýlega verið að taka enskutíma á netinu í von um að fá Tesol-kennsluviðurkenningu. Spurð hvað það sé sem henni líkar kveðst hún ekki geta svarað. Hún hafi einmitt sjálf verið að velta því fyrir sér að undanförnu. Annað að syngja með öðru fólki Læti!, áður Stelpur rokka!, vinna að valdeflingu ungmenna í gegnum tónlist og hefur Ríma notið sín í því starfi. Hún segist alla tíð hafa haft áhuga á tónlist, þótt gaman að syngja en hafi ávallt sungið ein. Það var því ný upplifun þegar hún gekk til liðs við kór hér á landi sem samanstendur af fólki frá mismunandi menningarheimum, stofnaðan af Marokkómönnum. „Við æfðum okkur að syngja lög frá til dæmis Fairuz,“ segir hún og útskýrir fyrir blaðamanni að Fairuz sé „goðsagnakennd söngkona frá Líbanon“. Þá hafi Ríma sungið á tónleikum kórsins sem haldnir voru í Kópavogi. „Þetta var fyrsta sinn sem ég þátt í einhverju svona tónlistartengdu,“ segir hún. „Ég var alltaf að ein og söng í einrúmi, en með öðru fólki var þetta allt öðruvísi. Það var mjög gaman.“ Svona eins og þú hafir fundið röddinn innan samfélagsins? „Einmitt,“ svarar hún. „Mér leið eins og ég tilheyrði einhverju.“ Hefur þér áður liðið eins og þú tilheyrir ekki? Hún kallar þetta erfiða spurningu. „Ég veit ekki hvar ég stend, þú veist, inni í hausnum á mér eða... kannski þarf ég bara að minna mig á það oftar: Já ókei, ég er alla vegana hér og ég ætti að vera þakklát fyrir þetta,“ segir hún. Margt líkt milli Íslands og Suweid Og hvað líkar þér og mislíkar við Ísland? Ríma hlær við. „Ég held að hver og einn staður hafi sína fallegu og ljótu hlið, eða óþægilegu hlið eða eitthvað,“ segir hún. „Til dæmis Ísland, ég elska náttúruna og ég er alveg að njóta veðursins hér,“ segir hún en þegar viðtalið er tekið situr Ríma í almenningsgarði í Reykjavík, það er hlýtt í veðri þó skýjað. „Ég fæ ekki að gera þetta í Sýrlandi, í Suweida.“ Í raun segir hún líkindin milli Íslands og Suweida allnokkur en landslagið á báðum stöðum er að mestu leyti úr basísku hrauni. „Sumt er líkt og það gefur mér smá þægindatilfinningu.“ En hvað tekur við? Ríma stefnir á að halda áfram í íslenskunáminu í Háskólanum og sjálfboðaliðastarfinu hjá Látum. „Af hverju ekki,“ svarar hún aðspurð. Þetta viðtal var tekið á ensku en Ríma er enn að ná tökum á okkar ástkæra, ylhýra og skilur hina og þessa frasa. Áður en blaðamaður leggur á og lýkur símtalinu kveður Ríma á íslensku: „Gaman að sjá þig.“
Flóttafólk á Íslandi Sýrland Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli Sjá meira