Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 13:17 Roberto er orðinn Íslendingur. Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“ Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“
Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira