
Formannskjör í VR 2025

Tölum um það sem skiptir máli
Það styttist óðum í kosningar í VR, sem verða 6. til 13. mars. Það er búið að vera gaman að hafa færi á því að ræða við félaga í VR um það sem á þeim brennur, en einnig áhugavert að fylgjast með umræðunni á opinberum vettvangi.

Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“
Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun.

Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“
Þorsteinn Skúli Sveinsson, frambjóðandi til formanns VR segir skýringar Ragnars Þórs Ingólfssonar, um hvers vegna hann þáði sex mánaða biðlaun frá félaginu eftir að hann tók sæti á Alþingi, hjákátlegar. Allir fjórir frambjóðendur til formanns VR eru sammála um að ekki sé við hæfi að fráfarandi formaður þiggi biðlaun þegar viðkomandi hefur þegar gengið í önnur störf. Stjórn VR hefur þegar tekið ákvörðun um breytingar á skilyrðum fyrir greiðslu biðlauna.

Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur!
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast.

Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR?
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi.

VR og við sem erum miðaldra
Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri!

Djarfar áherslur – sterkara VR
Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn.

Um Varasjóð VR
Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag.

Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs
„Það hefur borið við, og það kemur engum á óvart, undanfarin ár í verkalýðshreyfingunni allri, og við þekkjum það mætavel við Halla eftir að hafa starfað í sama húsinu um tíma, hjá verkalýðshreyfingunni, að það hafa verið fylkingar innan hennar.“

Ekki láta aðra kjósa fyrir þig
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá.

Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR
Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn.

Beðið fyrir verðbólgu
„Ég bið fyrir verðbólgu á hverjum degi, stíg sérstakan verðbólgudans … því þegar verðbólgan hækkar hratt getum við aukið álagninguna.“

VR og eldra fólk
Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur.

Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR
Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt.

VR og ungt fólk
Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri.

Áslaug Arna: Hamhleypa til verka
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann.

Viðfangsefni daglegs lífs
Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi.

Svar til Höllu – Varasjóður VR
Í grein sinni frá 5. febrúar fjallar Halla Gunnarsdóttir, sitjandi formaður VR, um varasjóð VR og þær áskoranir sem tengjast honum. Ég fagna þessari umræðu, því varasjóðurinn hefur lengi verið umdeildur meðal félagsfólks VR.

Varasjóður VR
Eitt sinn átti ég samtal við konu erlendis sem hafði nýlega þurft að kaupa sér gleraugu í fyrsta sinn og var í áfalli yfir hinum óvænta kostnaði.

Fjögur í framboði til formanns VR
Fjögur framboð bárust til formanns VR. Framboðsfrestur rann út á hádegi í dag. Kosningar hefjast klukkan tíu að morgni fimmtudagsins 6. mars og þeim lýkur klukkan tólf á hádegi fimmtudaginn 13. mars. Einnig verður kosið í stjórn, varastjórn og trúnaðarráð.

Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn
Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði.

Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“
Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig.

Býður sig fram til formanns VR
Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi.

Halla vill leiða VR áfram
Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars.

Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við
Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður VR. Hann var sem kunnugt er kjörinn á Alþingi á laugardag. Halla Gunnarsdóttir, varaformaður, tekur þegar við starfinu ef honum.