Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 11. mars 2025 14:00 Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun