Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 07:33 Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kosningar í VR hafa nú staðið yfir í tæpa viku, en enn er séns, annars vegar til að kjósa og hins vegar til að tryggja áframhaldandi öfluga forystu í VR! Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg og lifandi og að allra mestu leyti jákvæð og uppbyggileg. Ég hef stundum skemmt mér við að bera saman baráttuna um formannssæti VR annars vegar og atvinnuviðtöl um sambærilegar stöður hins vegar. Helsti munurinn er auðvitað sá að í venjubundnu atvinnuviðtali situr umsækjandi fyrir framan lítinn hóp fólks sem tekur ákvörðun. Að vísu getur verið allur gangur á þessu. Þegar ég komst í lokaúrtak umsækjenda um stöðu mannréttindastjóra Nashville-borgar, þar sem ég bjó í skamman tíma, sat ég fyrir framan sautján manna nefnd og svaraði spurningum um hvernig ég ætlaði mér að vinna að mannréttindamálum í borginni. Oft hef ég sagt þessa sögu og rifjað upp hvílíkur fjöldi þetta var, en hann var þó ekkert við hliðina á þeim 40 þúsund VR-félögum sem ég reyni núna að sannfæra um að ég sé þeirra formaður næstu fjögur árin! Gera, ekki bara segja Annar munur á atvinnuviðtölum og kosningabaráttu er að frambjóðandi getur sett fram ýmsar fullyrðingar um sjálfan sig, sem umsækjandi í atvinnuviðtali kæmist ekki upp með nema að færa fram rökstuðning. Ég ákvað því að reyna að nálgast kosningabaráttuna með því að segja ekki eingöngu hvernig formaður ég ætla mér að vera, heldur sýna það með því að tengjast og tala við sem flesta félaga og reka líflega og kröftuga kosningabaráttu. Ég hef skrifað ótal greinar, í bæði landsmiðla og svæðisblöð, til að skýra fyrir hvað ég stend svo að VR-félagar viti að hverju þeir ganga. Ég hef heimsótt hundruð vinnustaða og átt samtöl við þúsundir VR-félaga um stöðu þeirra, skoðanir og kjör. Ég hef hitt fyrir félaga úr ólíkum tekjuhópum, af mismunandi aldri og frá ólíkum löndum. Ég hef borðað hádegismat í sumum af glæsilegustu mötuneytum landsins, arkað um vöruhús (sem sum heita hótel) og heimsótt bæði litlar og stórar verslanir víðsvegar um félagssvæðið. Ég er sífellt að hitta fyrir einstaklinga úr nýjum starfsgreinum innan félagsins, nú síðast þegar ég heimsótti tannsmiði í Mörkinni og dáðist að handverkinu (bráðum vantar mig nýja tönn, svo það er ágætt að vita af þessum verkefnum í góðum höndum!). Kosningabaráttan gerir mig að betri formanni Þessi líflega og annasama kosningabarátta hefur gert mig að miklu betri formanni VR en ég hefði annars orðið, því ég er í betri snertingu við félagsfólk nú en áður. Og ég veit líka að þessi milliliðalausu samskipti verða kjarninn í formannsstarfi mínu, hljóti ég til þess umboð. Að kjósa til formanns VR er ótrúlega einfalt og tekur aðeins örskamma stund. Hvert einasta atkvæði telur og fólk sem ekki kýs er í raun að gefa eftir sitt eigið vald til ákvarðana. Um leið er kosið um helming sæta í stjórn og geta kjósendur valið allt að sjö einstaklinga til þeirra mikilvægu starfa. Ég ítreka hvatningu mína til VR-félaga um að taka þátt í kosningum til formanns og stjórnar. Þið eigið enn séns! Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og frambjóðandi í kosningum sem lýkur á hádegi 13. mars
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun