Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar 10. mars 2025 07:01 Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar