Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar 10. mars 2025 07:01 Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið VR félagi til margra ára en undanfarnar vikur hef ég verið að fylgjast með kosningabaráttunni í VR og þeim greinum sem birst hafa um sitjandi formann. Ef marka má skrif stuðningsmanna hennar, þá er hún algjörlega ómissandi, hreint út sagt dásamleg manneskja, frábær, hress og létt í skapi. Það virðist næstum því eins og þetta sé í starfslýsingu formanns VR: að vera „hress og skemmtileg“ en ekki að berjast fyrir félagsfólk VR af fullum krafti. Ég ætla ekki að segja neina slíka hetjusögu hér. Ég ætla ekki að tala um einhverja goðsagnakennda frammistöðu eða tilfinningalega upphafningu á persónuleika. Nei, ég ætla að segja frá manni sem ég hef kynnst í hversdagsleikanum, manni sem hefur ávallt verið tilbúinn að leggja sitt af mörkum, hvort sem það er innan VR eða í daglegu lífi. Þorsteinn Skúli er ekki sá sem slær sér upp með stórum orðum eða gerir sig að aðalpersónu í sögunum sem hann segir. En hann er sá sem stendur þétt við bakið á fólki. Ég man eftir einni lítilli sögu sem lýsir honum vel: Þegar samstarfsmaður minn átti í erfiðleikum með að fá réttindi sín viðurkennd af vinnuveitanda, var það Þorsteinn sem steig inn, ekki með hávaða og látum, heldur með þrautseigju og úthugsaðri nálgun. Hann veit að orkan á að fara í að leysa vandamál, ekki í að búa til sviðsettar hetjusögur um sjálfan sig. Hann er líka þessi týpa sem á enn gamla VR-bollann sinn eftir öll þessi ár, því fyrir honum snýst VR ekki um tískubylgjur eða stór orð, heldur um raunverulegt starf og tryggð við félagið og fólkið í því. Hann hefur unnið innan VR um árabil, þekkir bæði styrkleika og veikleika þess og veit að samband félagsfólks og forystu á að byggja á trausti og gagnsæi. Ég kýs Þorstein Skúla ekki vegna þess að hann sé „hress og skemmtilegur“. Ég kýs hann vegna þess að hann er trúverðugur, harðduglegur og sannarlega tilbúinn að vinna fyrir félagsfólk VR. Ég kýs hann vegna þess að ég veit að hann mun setja okkar hagsmuni í fyrsta sæti, ekki sitt eigið sviðsljós. Ég hvet ykkur öll til að gera slíkt hið sama. Kjósið rétt. Kjósið Þorstein Skúla Sveinsson sem formann VR. Félagi í VR til margra ára.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar