Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar 9. mars 2025 07:03 Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun