Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Mennta­mála­ráð­herra tekur yfir hjúkrunarheimilin

Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra mun fara með stjórnarmálefni um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustuíbúða fyrir eldra fólk. Ábyrgðin á málaflokknum verður þó enn hjá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eigum eftir að sjá hvort Guð­brandur bæti upp fyrir hegðun sína

Talskona Stígamóta segir afsögn hafa verið eina valkostinn í máli þingmanns flokksins sem hefur nú játað að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið. Formaður Viðreisnar segist vonsvikinn vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Von­brigði“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína.

Innlent
Fréttamynd

Mjög ó­al­gengt að þing­menn segi af sér

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Prófessor í stjórnmálafræði segir það gríðarlega sjaldgæft að þingmenn segi af sér. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að vanda sig og beita var­úð

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir mikilvægt að fara varlega með gervigreind í starfsemi háskóla í kjölfar frétta um að yfirstjórn Bifrastar hafi notað gervigreind til að meta höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans.

Innlent
Fréttamynd

Telur Pétur hafa svarað ágæt­lega fyrir lóða­við­skipti

Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar telur að Pétur Marteinsson, frambjóðandi í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, hafi svarað ágætlega spurningum um viðskiptahagsmuni sína. Hann hafi gert grein fyrir þeim og verið skýr í þeim efnum.

Innlent
Fréttamynd

Telur við­brögð Guð­brands rétt og skyn­sam­leg

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og varaformaður Viðreisnar segist telja að viðbrögð Guðbrands Einarssonar sem sagði af sér þingmennsku vegna fréttar af tilraun hans til vændiskaupa hafi verið rétt og skynsamleg. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Segir af sér þing­mennsku vegna til­raunar til vændiskaupa

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Hann var yfirheyrður af lögreglu á sínum tíma en segist ekki hafa verið ákærður. Hann tók ákvörðun um afsögn þegar Vísir ætlaði að fjalla um málið. Hann segist hafa gert stór mistök sem hann harmi mjög. 

Innlent
Fréttamynd

Kallar full­trúa sendi­ráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“

Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Spá blússandi verð­bólgu næstu mánuði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja af­nám áminningarskyldu fyrir þingið

Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki haldið á­fram að fjölga læknanemum sam­hliða aðhaldskröfu

Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Af­nám jafn­launa­vottunar

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun.

Skoðun
Fréttamynd

Léttara yfir for­manninum eftir þriggja tíma fund

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn.

Innlent
Fréttamynd

Kaus að styðja karlasamtök í stað lög­reglu

Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu undan­þágu losunarheimilda

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

„Þennan víta­hring þarf að rjúfa“

Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun

Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða dóma MDE í ráðu­neyti og refsiréttar­nefnd

Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kast­ljósi

Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu.

Innlent
Fréttamynd

Dómur MDE hljóti að vera stjórn­völdum al­var­legt um­hugsunar­efni

Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Bar­áttan um Sam­fylkinguna í borginni nálgast suðu­mark

Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar.

Innlent