Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Bókun 35 fór hnökra­laust í gegnum fyrstu um­ræðu en gæti reynt á í næstu

Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað.

Innlent
Fréttamynd

Harma á­form stjórn­valda sem heimila hækkun gjalda

Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“

Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Inga á móti neitunar­valdi sveitar­fé­laga

Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggjur af fyrir­hugaðri sam­einingu Hljóðbókasafns Ís­lands

Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðast á fanga­verði og skvetta á þá ýmsum líkams­vessum

Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir aðstæður óviðunandi innan fangelsisins og kallar eftir lausnum sem aðstoði við að leysa vandann strax. Nýtt fangelsi leysi ekki vandann sem steðji að fangavörðum í dag. Þeir séu oftar beittir ofbeldi, hótunum og ýmissi áreitni. Plássleysi sé stærsta vandamálið en einnig vanti fleiri fangaverði. 

Innlent
Fréttamynd

Yfir­borðs­kennd til­tekt

Það er okkur öllum til hagsbóta að ríkisfjármálin séu í góðu horfi. Um það eigum við að vera sammála. Sterk, trúverðug fjárlög vernda kaupmátt, flýta lækkun vaxta og skapa stöðugleika fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Segja á­form ráð­herra grafa undan þjónustu

Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðar­morð“

Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvum ekki Ljósið

Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­myndin víti til varnaðar

Keir Starmer og Verkamannaflokkurinn tóku við stjórnartaumunum í Bretlandi fyrir rúmum fjórtán mánuðum síðan, eða um hálfu ári áður en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur undir forystu Samfylkingarinnar var mynduð hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Ríkið situr á þúsundum hektara af fram­ræstu vot­lendi

Töluverðir möguleikar eru til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum þar sem ríkið situr á þúsundum hektara framræsts lands. Ekkert votlendi hefur verið endurheimt síðustu ár þrátt fyrir að framræst land sé stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun ekki sjá eftir honum“

„Megi hann fara og vera en ég vona svo sannarlega að hann komi aldrei aftur til Íslands,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkssaksóknari um nýjustu vendingar í máli Mohamads Kourani. Helgi, sem sætti líflátshótunum frá Kourani í mörg ár, er þó viss um að Kourani komist áfallalaust inn í landið á ný reyni hann það.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir náðun Kouranis og brott­vísun strax á morgun

Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028

Innlent
Fréttamynd

Hlaut náttúru­verndar­viður­kenningu Sig­ríðar í Bratt­holti

Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. 

Innlent
Fréttamynd

Hærri greiðslur í fæðingar­or­lofi

Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt.

Skoðun