Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

„Af hverju var það sem var sagt á fimmtu­degi svikið á mánu­degi?“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Ást­hildur Lóa var kjöl­dregin í öllum fjöl­miðlum heims“

Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti.

Innlent
Fréttamynd

Veiði­gjaldið stendur undir kostnaði

Mikil umræða hefur verið um breytingar á veiðigjaldi á undanförnum dögum. Því hefur ítrekað verið haldið fram, ranglega, að greitt veiðigjald nægi ekki fyrir þeim kostnaði sem því var ætlað að mæta. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar.

Skoðun
Fréttamynd

Hve lengi tekur sjórinn við?

Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds.

Skoðun
Fréttamynd

Bókun 35 þokast nær af­greiðslu

Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Bæði von­brigði og léttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­þingi hafi átt að vera upp­lýst

Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki.

Innlent
Fréttamynd

Þing­konur þjarma að heil­brigðis­ráðherra

Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­reisn ófor­betran­legan stjórn­lyndis­flokk

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara brandarakvöld“

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni.

Innlent
Fréttamynd

„Auð­vitað lét ég hann heyra það“

Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin mælist með 27 pró­senta fylgi

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem 27 prósent aðspurðra segjast myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

For­dæmir at­vikið í Grinda­vík

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tor­tryggni

Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í ein­hverjum til­vikum

Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina

Innlent
Fréttamynd

Taka fyrir af­nám réttinda grásleppusjómanna

Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

„Allt að því hroki eða yfir­læti“ að tala um reynslu­leysi

Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja gefa lítið fyrir tal um ætlað reynsluleysi Flokks fólksins og áhrif þess á stjórnarsambandið. Formaður Viðreisnar segir slíkt tal merki um hroka og yfirlæti og bendir á að Viðreisn og Flokkur fólksins hafi boðið fram fyrst sama árið.

Innlent
Fréttamynd

Mælt fyrir miklum kjara­bótum ör­yrkja og aldraðra

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Plasttappamálið flaug í gegnum þingið

Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

„Hér er verið að saka fólk um al­var­lega þætti“

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar.

Innlent
Fréttamynd

Skipar stýrihóp um á­fengis- og vímu­efna­með­ferð

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur.

Innlent