Skoðun: Alþingiskosningar 2024

Fréttamynd

Hvernig líður þér?

Ein helsta ástæðan þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Viðreisn er áhersla flokksins á andlega líðan fólks. Þetta er málefni sem hefur alltaf verið mér mjög hugleikið, því ég veit sem er að ef fólki líður þokkalega vel þá á það auðveldara með að blómstra á ólíkum sviðum mannlífsins og nær betri árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan sem ætti að sam­eina okkur

Það liggur þráður í íslensku þjóðarsálinni sem tengir okkur við landið. Okkur þykir vænt um það, við erum stolt af náttúrunni. Þó getur hlaupið snurða á þráðinn þegar samfélögum er stillt upp við vegg og þeim lofað öllu fögru, séu þau tilbúin að fórna náttúrunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra?

Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál.

Skoðun
Fréttamynd

6 nauð­syn­legar afneitanir

Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendingar í eigin landi

Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Sporin hræða vissu­lega

Viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, við áhyggjum kjósanda af því að Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarstjóri um árabil, taki líklega sæti á Alþingi fyrir hönd flokksins eftir þingkosningarnar eru auðvitað afar skiljanleg í ljósi þess hvernig haldið hefur til að mynda verið á fjármálum og skipulagsmálum borgarinnar undir forystu hans í samstarfi við einkum Pírata og Viðreisn sem meðal annars á stóran þátt í verðbólgunni hér á landi undanfarin misseri. Hvað sem þannig líður viðbrögðum Kristrúnar er í öllu falli ljóst að sporin hræða vissulega í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­stjórn lokið – verður nú sundrung?

Enn á ný lifum við stjórnmálasögulega tíma. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur starfað í aldarfjórðung, í logni og stormi. Á 25 árum hefur VG sett mark sitt á samtímann með félagslegum áherslum, baráttu fyrir friði, náttúruvernd og fyrir réttindum og kjörum alþýðufólks. Engum nema Vinstrigrænum, með Katrínu Jakobsdóttur fremst í flokki, hefur tekist að halda hér saman ríkisstjórn þriggja gjörólíkra flokka í nærri 7 ár. Nú er þeim kafla lokið og hreyfingin býr sig undir að hitta kjósendur, í bjartsýni, gleði og baráttuhug.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­festum leik­skóla­stigið

Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

300 milljónir á dag

Spjallið við eldhúsborðið ætti að vera um sumarfrí og framtíðaráform fremur en vexti og hallann á heimilisbókhaldinu. Eitt mikilvægt framlag ríkisins í baráttunni við verðbólguna er að hafa jafnvægi í ríkisfjármálum. Hvernig hefur það gengið hjá ríkisstjórn síðustu sjö ára?

Skoðun
Fréttamynd

Hall­grímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab

Ég fann fyrir hlýjum stuðningsstraumum þegar Hallgrímur Helgason bað fyrir mér í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn. Skáldið hefur vissulega greint frá því að hann stefni (enn sem komið er!) á að kjósa Samfylkinguna en ekki okkur í Miðflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin er Evrópuflokkur

Hver eftir annan hafa þeir sem mest tjá sig opinberlega um stjórnmál, allt frá kjörnum fulltrúum annarra flokka til blaðamanna og athyglissjúkra stjórnmálafræðinga, tönnlast á því, margir örugglega gegn betri vitund, að Samfylkingin hafi breytt um stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu. Að formaður flokksins hafi kastað því máli útbyrðis. Svo er ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Of­boðs­lega frægur

Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­hæfur leið­togi?

Það er áhugavert að lesa einkaskilaboð Kristrúnar og umræðuna um tilvist Dags B. Eggertssonar á lista Samfylkingarinnar. Kristrún Frostadóttir lýsir þarna yfir vantrausti á meðlim á sínum eigin lista. Í raun lýsir hún því þar með yfir að fólkið sem gengur með henni í hennar baráttu og á að aðstoða hana við að vinna að „verkefninu“ sé óhæft til þess.

Skoðun
Fréttamynd

Loksins, Gunnar Bragi!

Mörgum hefur eflaust þótt eitthvað um að sjá Gunnar Braga í framboði fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Hvers vegna? Jú m.a. af þeirri einföldu ástæðu að Gunnar Bragi var hluti af þeim þingmönnum sem sátu að sumbli á bar og samræður þeirra sem engir utanaðkomandi áttu að heyra voru teknar upp. Einkasamræður á milli fárra einstaklinga. Sem síðar voru birtar í fjölmiðlum, sjónvarpi og að auki fluttar óbreyttar í Borgarleikhúsinu, leikhúsi Reykvíkinga. Til hvers? Jú, til að meiða og kóróna það svo með sýningu í leikhúsi borgarbúa?

Skoðun
Fréttamynd

Hvorki út­lendinga­hatur né gest­risni

Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki ein­okun Há­skóla Ís­lands ó­við­unandi?

Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar.

Skoðun
Fréttamynd

Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra

Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Rót­tækar og tafar­lausar um­bætur

Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi.

Skoðun
Fréttamynd

Er verið að blekkja fólk?

Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Um blöndun menningar­heima

Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. 

Skoðun
Fréttamynd

Erum við í ofbeldissambandi?

Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvað gerist svo?

Nú get ég ekki orða bundist frekar en svo oft áður. Undir tímabundinni „starfsstjórn“ Bjarna Ben þar sem brýnt er að klára mikilvæg mál fyrir kosningar, á að skjóta inn beiðni fyrir hvalveiðum!

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ás­laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra

Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma?

Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við?

Skoðun
Fréttamynd

Eru mót­töku­skólar málið?

Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með af­köst ríkisins?

Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla.

Skoðun