XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 09:12 Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun