Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2024 09:31 Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun