Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar 29. nóvember 2024 08:11 Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun