Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar 29. nóvember 2024 08:11 Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við þökkum fyrir samtalið undanfarnar vikur og í raun síðastliðin tvö ár. Við frambjóðendur höfum hlustað og Samfylkingin hefur hlustað. Málefni Samfylkingarinnar Áherslur Samfylkingarinnar eru tilkomnar eftir samtal við almenning, fagfólk og félagasamtök um land allt. Almennt gildir að stefnumálin og markmiðin eru hugsuð til lengri tíma. Þar kveður við nýjan tón en langtímasýn hefur svo sannarlega skort í íslensk stjórnmál. Í ljósi fjölmargara áskornana framundan er brýnt að við verðum í ríkari mæli samfélag fyrirhyggju, forvarna og framsýni. Þau málefni sem Samfylkingin setur á oddinn eru þau sömu og fólk nefndi nýlega í könnun Gallup; heilbrigðismál, húsnæðismál og efnahagsmál þar sem mestu skiptir að ná niður vöxum og verðbólgu og að efnahagslegur stöðugleiki komist á. Samfylkingin vill sömuleiðis byggja undir frekari verðmætasköpun í landinu en til þess þarf fjárfestingar í innviðum; í samgöngum og orku. Um stefnumál flokksins má lesa hér: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, Krafa um árangur í atvinnu og samgöngumálum og Framkvæmdaplan í húsnæðis- og kjaramálum. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Samfylkingin teflir fram fjölbreyttum hópi frambjóðenda með víðtæka þekkingu og reynslu og sem öll eru til þjónustu reiðubúin. Undirrituð, oddviti, er Kópavogsbúi og landlæknir sem brennur meðal annars fyrir betri heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og málefnum barna. Í öðru sæti er Guðmundur Ari Sigurjónsson, ungur fjölskyldumaður, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Hann er öflugur bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þórunni Sveinbjarnardóttur úr Garðabæ þarf vart að kynna, hún er þrautreyndur þingmaður, fyrrum ráðherra og mikil baráttu- og hugsjónakona fyrir umhverfisvernd, jafnrétti og mannréttindum en hún skipar þriðja sætið. Í fjórða sæti er Árni Rúnar Þorvaldsson, innfæddur Hafnfirðingur, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi sem þekkir vel málefni barna og ungmenna sem og velferðarmál almennt. Það er mikilvægt fyrir Hafnfirðinga að tryggja að Árni nái kjöri. Fimmta sætið skipar svo Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi, ungur lögmaður sem brennur fyrir málefnum fjölskyldna, ekki síst húsnæðismálum og fæðingarorlofsmálum en einnig mannréttindum og loftslagsmálum. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf Formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir landsmanna treysta til að leiða forsætisráðuneytið og reyndar líka fjármálaráðuneytið. Það er brýnt að Samfylkingin verði stæsti flokkurinn að loknum kosningum, leiði stjórnarmyndun og að Kristrún verði verkstjórinn í næstu ríkisstjórn. Þannig tryggjum við að farið verði í þau þjóðþrifamál sem Samfylkingin hefur boðað og þjóðin vill, enda flokkurinn vel undirbúinn og fólk tilbúið til verka. Kæru kjósendur, Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Tryggjum breytingar og nýtt upphaf, kjósum Samfylkinguna! Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar