Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar 29. nóvember 2024 07:23 Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Max vann fyrstu sjö keppnirnar og yfirburðirnir virtust algjörir. Svo fór að halla undan fæti. Aðrir ökuþórar fóru að stela sigrinum og þegar þetta er skrifað hafa sjö ökumenn unnið keppni sem eru hver annarri skemmtilegri. Það sem gerðist var að öll liðin náðu að þróa bílinn sinn og gera hann betri á meðan Red Bull, liðið sem Max keppir fyrir, náði litlum framförum. Niðurstaðan var að Red Bull bíllinn sat eftir á meðan aðrir tóku fram úr. Það sem Max gerði til að leysa þetta vandamál var að hann óskaði eftir því að taka til baka alla þróun bílsins og hann fór í sama bíl og hann notaði í upphafi tímabilsins. Þetta var rökrétt því í upphafi tímabilsins gekk honum vel og vann allar keppnirnar. En viti menn. Það kom í ljós að sá bíll var ekkert betri og hann tapaði áfram. Hvað hafði gerst? Jú, allir hinir bílarnir höfðu náð mikilli þróun og voru bara orðnir betri. Það sem bjargaði tímabilinu fyrir horn hjá Red Bull og Max var að halda áfram að þróa bílinn í staðin fyrir að setjast aftur í þann gamla. Með þessu náðu þau að fá bílinn til að henta Max á nýjan leik og hann náði að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þróum bílinn Af hverju er ég að segja ykkur frá þessu með Red Bull og Max Verstappen? Jú, við stöndum frammi fyrir sömu áskorun í íslensku menntakerfi. Samkvæmt niðurstöðum PISA vorum við með ágætt menntakerfi um aldamótin. Á síðustu 20 – 25 árum höfum við lækkað töluvert í mælingum og niðurstöðurnar ekki eins og við viljum sjá þær. Á síðustu misserum hafa ýmsir komið fram og talið að lausnin við hinum meinta vanda menntakerfisins sé að fara aftur í sama kerfi og við vorum með í kringum aldamótin, meðal annars með því að taka upp samræmd próf og gömlu aðalnámskrána. Verðum heimsmeistarar Viðreisn hafnar þessum leiðum og horfir til þess að þróun í menntamálum hefur orðið gífurleg síðustu 30 árin. Við erum einfaldlega á allt öðrum stað en við vorum um aldamótin síðustu. Mælikvarðarnir eru aðrir, kröfurnar eru aðrar og menntakerfið er öðruvísi. Það er mikilvægt að við dettum ekki í einhverjar töfralausnir heldur horfum á framþróun á menntakerfinu á faglegan hátt þar sem við notum nýjustu rannsóknir til að efla skólastarfið í bland við þann öfluga og reynslumikla mannauð sem við eigum í kennarastéttinni. Með því að tryggja kennurum gott starfsumhverfi með þverfaglega stoðþjónustu þar sem áhersla er á mikla starfsþróun og tæknivætt umhverfi getum við eflt íslenskt menntakerfi og sett það í fremstu röð. Við þurfum að þróa bílinn áfram, ekki stíga aftur í þann gamla. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 14. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun