Fjármálamarkaðir Verðbólguhjöðnun í kortunum sem gæti opnað á stóra vaxtalækkun í nóvember Nokkuð skiptar skoðanir eru á meðal greinenda og hagfræðinga hversu hratt verðbólgan mun halda áfram að ganga niður þegar mælingin fyrir október verður kunngjörð síðar í vikunni, sú síðasta áður en peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næsta mánuði. Gangi bjartsýnustu spár eftir um að árstaktur verðbólgunnar muni lækka niður í fimm prósent ætti það að auka líkur á að Seðlabankinn telji forsendur til að íhuga að minnsta kosti 50 punkta vaxtalækkun. Innherji 28.10.2024 18:00 Bitcoin, gull og hrávörur fá aukna athygli fjárfesta Á undanförnum vikum hafa nokkrir af virtustu fjárfestum heims lýst áhyggjum sínum af óstöðugu efnahagsumhverfi í Bandaríkjunum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þeir telja ekki lengur bjóða upp á jafn örugga ávöxtun og þau hafa gert síðustu áratugina. Umræðan 28.10.2024 10:18 Seðlabankinn vill skoða að heimila lífeyrissjóðum að lána verðbréf Hægt væri að auka skilvirkni og dýpt verðbréfamarkaða hér á landi með því að veita íslenskum lífeyrissjóðum, langsamlega stærstu fjárfestunum á markaði, frekari heimildir til afleiðuviðskipta og jafnframt leyfa þeim að lána hlutabréf eða skuldabréf sín, að sögn Seðlabankans. Vegna stærðar sinnar getur hegðun lífeyrissjóða heft „veruleg áhrif“ á verðmyndun á markaði og því sé jákvætt fyrir fjármálastöðuga að skoða leiðir sem gætu aukið þátttöku annarra fjárfesta. Innherji 24.10.2024 10:25 Greinendur stóru bankanna með ólíka sýn á gengisþróun krónunnar Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu. Innherji 16.10.2024 16:30 Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika. Innherji 14.10.2024 17:11 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Innherji 14.10.2024 13:48 Ekki meira innflæði í ríkisverðbréf í sjö mánuði með kaupum erlendra sjóða Eftir að erlendir fjárfestar höfðu verið nettó seljendur á ríkisverðbréfum á undanförnum mánuði varð talsverður viðsnúningur í september þegar þeir fjárfestu fyrir samtals nærri sjö milljarða króna, einkum í lengri skuldabréfum. Allt útlit er fyrir að kaup sjóðanna hafi haldið áfram í þessum mánuði og átt sinn þátt í skarpri gengisstyrkingu krónunnar. Innherji 10.10.2024 13:03 „Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Viðskipti innlent 2.10.2024 18:31 Tekist að hefja vaxtalækkunarferlið án þess að búa til of miklar væntingar Markaðir brugðust við með afgerandi hætti eftir nokkuð óvænta vaxtalækkun Seðlabankans í morgun en hlutabréfaverð flestra félaga hækkaði skarpt og ávöxtunarkrafa stuttra ríkisbréfa lækkaði talsvert. Flestir markaðsaðilar vænta þess að peningastefnunefndin muni fylgja lækkuninni eftir með stærra skrefi í næsta mánuði – 50 punkta lækkun eða meira – en með ákvörðuninni í morgun sýndi Seðlabankinn framsýni með því að senda merki um að hann sé ekki fastur að horfa í „baksýnisspegilinn,“ að mati fjárfestis á skuldabréfamarkaði. Innherji 2.10.2024 16:37 Kjörin bötnuðu mikið þegar Landsbankinn gaf út fimm ára evrubréf Útgáfa Landsbankans á grænum skuldabréfum til fimm ára upp á 300 milljónir evra er sú lengsta á meðal útistandandi ótryggðra evrubréfa viðskiptabankanna en talsverður áhugi fjárfesta þýddi að vaxtaálagið lækkað nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst. Aðgengi íslensku bankanna að erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið mjög batnandi að undanförnu og Seðlabankinn hvatt þá til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu komi til þess að sú staða breytist. Innherji 1.10.2024 15:08 Framtakssjóðurinn VEX fer fyrir kaupum á sjötíu prósenta hlut í Kaptio Framtakssjóður í rekstri VEX, ásamt meðal annars stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Annata, hafa gengið frá kaupum á samtals um 70 prósenta hlut í Kaptio. Á meðal helstu seljenda á hlutum sínum eru sjóðurinn Frumtak II og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins en áætlanir gera ráð fyrir að Kaptio muni velta meira en einum milljarði í ár. Innherji 1.10.2024 12:12 Markaðurinn klofinn hvers megi vænta nú þegar vextirnir eru á „snúningspunkti“ Flest hefur fallið með peningastefnunefnd frá síðustu ákvörðun með lækkandi verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hefur um leið þýtt enn hærra raunvaxtastig, og nefndin mun því velja á milli þessa að milda tóninn í yfirlýsingu sinni eða ráðast í sína fyrstu vaxtalækkun frá tímum faraldursins – sem gæti jafnvel orðið meiri en 25 punktar. Markaðsaðilar eru klofnir í afstöðu sinni til ákvörðunar nefndarinnar í vikunni, samkvæmt könnun Innherja, en þeir sem vænta óbreyttra vaxta telja að bankinn vilji sjá skýrari merki áður en hann breytir um kúrs en aðrir segja að aðhaldsstigið sé nú þegar mun meira en þurfi til að ná verðbólgu niður í markmið. Innherji 30.9.2024 11:08 Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða skreppa saman um fjórðung Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni. Innherji 27.9.2024 15:51 Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:01 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Innlent 23.9.2024 19:17 „Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. Innlent 23.9.2024 17:33 Eftir hækkun Moody´s er lánshæfi Íslands einum flokki neðar en Bretlands Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum. Innherji 22.9.2024 14:09 Vaxtalækkanir erlendis „opna gluggann“ fyrir Seðlabankann að fylgja á eftir Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans. Innherji 19.9.2024 15:18 Hlutabréfasjóðir í varnarbaráttu á árinu og ávöxtunin oftast undir vísitölum Stærstu innlendu hlutabréfasjóðirnir hafa háð samfellda varnarbaráttu í að verða þrjú ár þar sem þeir hafa skroppið saman um liðlega fjörutíu prósent samhliða innlausnum fjárfesta og verðlækkunum á markaði. Ávöxtun flestra sjóða það sem af er þessu ári er undir helstu viðmiðunarvísitölum, einkum hjá þeim sem hafa veðjað stórt á Alvotech, en ólíkt keppinautum sínum reyndist vera umtalsvert innflæði í flaggskipssjóð Kviku eignastýringar á fyrri árshelmingi. Innherji 18.9.2024 17:12 Krafa ríkisskuldabréfa hækkar vegna óvissu um stjórnarsamstarfið Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði nokkuð á markaði í morgun sem má einkum rekja til pólitískrar óvissu, að sögn skuldabréfasérfræðings, og vísar þar til þess hvort ríkisstjórnarsamstarfið muni halda vegna ágreinings stjórnarflokkanna um brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hækkunin á markaðsvöxtum núna kemur í kjölfar töluverðra kröfulækkana að undanförnu og væntingar voru um að sú þróun héldi áfram samtímis vaxtalækkunum erlendis. Innherji 17.9.2024 12:39 Vænta þess að verðbólgan verði orðin nálægt fimm prósentum í árslok Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur. Innherji 16.9.2024 14:43 Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignarhald þverast yfir samkeppnismarkaði Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði. Innherji 13.9.2024 06:30 Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 11.9.2024 06:31 Skattfrjálsir sparnaðarreikningar hafa heppnast vel í Bretlandi Eitt af því sem tekist hefur „framúrskarandi vel“ í Bretlandi er skattaleg umgjörð fyrir almenna fjárfesta, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem hvetur meðal annars til þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði. Þeim bjóðist að nýta sér skattfrjálsa sparnaðarreikninga sem eru þá viðbót við bundinn sparnað lífeyrissjóðakerfisins og taka tillit til þess að fólk hafi önnur markmið með sparnaði en að eiga aðeins til elliáranna. Innherji 10.9.2024 17:29 Hefur „miklar áhyggjur“ af viðvarandi háum verðbólguvæntingum Nýlega birtir þjóðhagsreikningar gefa til kynna að það sé jafnvel enn meiri kraftur í innlendri eftirspurn en peningastefnunefnd Seðlabankans taldi í liðnum mánuði, að sögn varaseðlabankastjóra, en þar hafi bæði samneyslan og fjárfesting verið umfram spár bankans. Viðvarandi háar verðbólguvæntingar séu „mikið áhyggjuefni“ og það þarf skýrari merki um að þær séu að ganga niður til að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferlið. Innherji 8.9.2024 15:56 Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Hekla Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital. Viðskipti innlent 6.9.2024 12:49 Tveir yfirmenn sjóðastýringar hætta hjá Stefni Báðir forstöðumenn Stefnis yfir hlutabréfum og skuldabréfum, sem hafa starfað hjá félaginu um langt skeið, hafa látið af störfum. Stefnir er eitt umsvifamesta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og stýrir meðal annars stærsta innlenda hlutabréfasjóðnum. Innherji 6.9.2024 11:37 Afkoman hjá Akta við núllið eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið rétt fyrir ofan núllið á fyrri árshelmingi en þóknanatekjurnar jukust samt nokkuð á tímabili sem einkenndist af miklum sveiflum á eignamörkuðum innanlands. Einn af helstu flaggskipssjóðum Akta, sem hefur veðjað stórt á Alvotech, sá eignir sínar halda áfram að skreppa saman samtímis útflæði – þó minna en áður – og verulega neikvæðri ávöxtun. Innherji 1.9.2024 12:28 Hagnaður Stefnis minnkar um nærri fjórðung en eignir í stýringu tóku stökk Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, sá hagnað sinn dragast nokkuð saman á fyrri árshelmingi samtímis tekjutapi við áframhaldandi krefjandi aðstæður á innlendum mörkuðum. Virkar eignir í stýringu Stefnis jukust hins vegar á sama tíma verulega, einkum eftir að félagið kláraði fjármögnun á tugmilljarða framtakssjóð vegna kaupanna á leigufélaginu Heimstaden. Innherji 28.8.2024 17:29 Samið við þrjá um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við þrjá aðila um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.8.2024 16:56 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 12 ›
Verðbólguhjöðnun í kortunum sem gæti opnað á stóra vaxtalækkun í nóvember Nokkuð skiptar skoðanir eru á meðal greinenda og hagfræðinga hversu hratt verðbólgan mun halda áfram að ganga niður þegar mælingin fyrir október verður kunngjörð síðar í vikunni, sú síðasta áður en peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næsta mánuði. Gangi bjartsýnustu spár eftir um að árstaktur verðbólgunnar muni lækka niður í fimm prósent ætti það að auka líkur á að Seðlabankinn telji forsendur til að íhuga að minnsta kosti 50 punkta vaxtalækkun. Innherji 28.10.2024 18:00
Bitcoin, gull og hrávörur fá aukna athygli fjárfesta Á undanförnum vikum hafa nokkrir af virtustu fjárfestum heims lýst áhyggjum sínum af óstöðugu efnahagsumhverfi í Bandaríkjunum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þeir telja ekki lengur bjóða upp á jafn örugga ávöxtun og þau hafa gert síðustu áratugina. Umræðan 28.10.2024 10:18
Seðlabankinn vill skoða að heimila lífeyrissjóðum að lána verðbréf Hægt væri að auka skilvirkni og dýpt verðbréfamarkaða hér á landi með því að veita íslenskum lífeyrissjóðum, langsamlega stærstu fjárfestunum á markaði, frekari heimildir til afleiðuviðskipta og jafnframt leyfa þeim að lána hlutabréf eða skuldabréf sín, að sögn Seðlabankans. Vegna stærðar sinnar getur hegðun lífeyrissjóða heft „veruleg áhrif“ á verðmyndun á markaði og því sé jákvætt fyrir fjármálastöðuga að skoða leiðir sem gætu aukið þátttöku annarra fjárfesta. Innherji 24.10.2024 10:25
Greinendur stóru bankanna með ólíka sýn á gengisþróun krónunnar Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu. Innherji 16.10.2024 16:30
Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika. Innherji 14.10.2024 17:11
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Innherji 14.10.2024 13:48
Ekki meira innflæði í ríkisverðbréf í sjö mánuði með kaupum erlendra sjóða Eftir að erlendir fjárfestar höfðu verið nettó seljendur á ríkisverðbréfum á undanförnum mánuði varð talsverður viðsnúningur í september þegar þeir fjárfestu fyrir samtals nærri sjö milljarða króna, einkum í lengri skuldabréfum. Allt útlit er fyrir að kaup sjóðanna hafi haldið áfram í þessum mánuði og átt sinn þátt í skarpri gengisstyrkingu krónunnar. Innherji 10.10.2024 13:03
„Við erum ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna“ Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta skipti í fjögur ár í morgun, um 0,25 prósentur. Varaseðlabankastjóri segir að við séum þó ekki komin á húrrandi ferð niður Esjuna. Hagkerfið verði að hægja meira á sér eigi þróunin að halda áfram niður á við. Viðskipti innlent 2.10.2024 18:31
Tekist að hefja vaxtalækkunarferlið án þess að búa til of miklar væntingar Markaðir brugðust við með afgerandi hætti eftir nokkuð óvænta vaxtalækkun Seðlabankans í morgun en hlutabréfaverð flestra félaga hækkaði skarpt og ávöxtunarkrafa stuttra ríkisbréfa lækkaði talsvert. Flestir markaðsaðilar vænta þess að peningastefnunefndin muni fylgja lækkuninni eftir með stærra skrefi í næsta mánuði – 50 punkta lækkun eða meira – en með ákvörðuninni í morgun sýndi Seðlabankinn framsýni með því að senda merki um að hann sé ekki fastur að horfa í „baksýnisspegilinn,“ að mati fjárfestis á skuldabréfamarkaði. Innherji 2.10.2024 16:37
Kjörin bötnuðu mikið þegar Landsbankinn gaf út fimm ára evrubréf Útgáfa Landsbankans á grænum skuldabréfum til fimm ára upp á 300 milljónir evra er sú lengsta á meðal útistandandi ótryggðra evrubréfa viðskiptabankanna en talsverður áhugi fjárfesta þýddi að vaxtaálagið lækkað nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst. Aðgengi íslensku bankanna að erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið mjög batnandi að undanförnu og Seðlabankinn hvatt þá til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu komi til þess að sú staða breytist. Innherji 1.10.2024 15:08
Framtakssjóðurinn VEX fer fyrir kaupum á sjötíu prósenta hlut í Kaptio Framtakssjóður í rekstri VEX, ásamt meðal annars stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Annata, hafa gengið frá kaupum á samtals um 70 prósenta hlut í Kaptio. Á meðal helstu seljenda á hlutum sínum eru sjóðurinn Frumtak II og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins en áætlanir gera ráð fyrir að Kaptio muni velta meira en einum milljarði í ár. Innherji 1.10.2024 12:12
Markaðurinn klofinn hvers megi vænta nú þegar vextirnir eru á „snúningspunkti“ Flest hefur fallið með peningastefnunefnd frá síðustu ákvörðun með lækkandi verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hefur um leið þýtt enn hærra raunvaxtastig, og nefndin mun því velja á milli þessa að milda tóninn í yfirlýsingu sinni eða ráðast í sína fyrstu vaxtalækkun frá tímum faraldursins – sem gæti jafnvel orðið meiri en 25 punktar. Markaðsaðilar eru klofnir í afstöðu sinni til ákvörðunar nefndarinnar í vikunni, samkvæmt könnun Innherja, en þeir sem vænta óbreyttra vaxta telja að bankinn vilji sjá skýrari merki áður en hann breytir um kúrs en aðrir segja að aðhaldsstigið sé nú þegar mun meira en þurfi til að ná verðbólgu niður í markmið. Innherji 30.9.2024 11:08
Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða skreppa saman um fjórðung Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni. Innherji 27.9.2024 15:51
Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:01
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Innlent 23.9.2024 19:17
„Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. Innlent 23.9.2024 17:33
Eftir hækkun Moody´s er lánshæfi Íslands einum flokki neðar en Bretlands Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum. Innherji 22.9.2024 14:09
Vaxtalækkanir erlendis „opna gluggann“ fyrir Seðlabankann að fylgja á eftir Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans. Innherji 19.9.2024 15:18
Hlutabréfasjóðir í varnarbaráttu á árinu og ávöxtunin oftast undir vísitölum Stærstu innlendu hlutabréfasjóðirnir hafa háð samfellda varnarbaráttu í að verða þrjú ár þar sem þeir hafa skroppið saman um liðlega fjörutíu prósent samhliða innlausnum fjárfesta og verðlækkunum á markaði. Ávöxtun flestra sjóða það sem af er þessu ári er undir helstu viðmiðunarvísitölum, einkum hjá þeim sem hafa veðjað stórt á Alvotech, en ólíkt keppinautum sínum reyndist vera umtalsvert innflæði í flaggskipssjóð Kviku eignastýringar á fyrri árshelmingi. Innherji 18.9.2024 17:12
Krafa ríkisskuldabréfa hækkar vegna óvissu um stjórnarsamstarfið Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkaði nokkuð á markaði í morgun sem má einkum rekja til pólitískrar óvissu, að sögn skuldabréfasérfræðings, og vísar þar til þess hvort ríkisstjórnarsamstarfið muni halda vegna ágreinings stjórnarflokkanna um brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hækkunin á markaðsvöxtum núna kemur í kjölfar töluverðra kröfulækkana að undanförnu og væntingar voru um að sú þróun héldi áfram samtímis vaxtalækkunum erlendis. Innherji 17.9.2024 12:39
Vænta þess að verðbólgan verði orðin nálægt fimm prósentum í árslok Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur. Innherji 16.9.2024 14:43
Þurfa að gæta sín mjög vel þegar eignarhald þverast yfir samkeppnismarkaði Umræða um kaupréttarkerfi skráðra félaga er „óþroskuð“ hjá fjárfestum og stjórnum, meðal annars vegna skorts á upplýsingum og rökræðu, segir framkvæmdastjóri eins af stærri lífeyrissjóðum landsins í ítarlegu viðtali við Innherja, og gagnrýnir jafnframt þau vinnubrögð þegar breytingartillögur eru gerðar með skömmum fyrirvara á hlutahafafundum. Hann geldur varhug við að lífeyrissjóðum sé beitt sem „hreyfiafli“ þegar ekki liggja fyrir neinar meginreglur um hvernig slíku samstarfi ætti að vera háttað og telur þess í stað mikilvægt að sjóðirnir fari gætilega þegar eignarhald þeirra í fyrirtækjum þverast yfir samkeppnismarkaði. Innherji 13.9.2024 06:30
Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 11.9.2024 06:31
Skattfrjálsir sparnaðarreikningar hafa heppnast vel í Bretlandi Eitt af því sem tekist hefur „framúrskarandi vel“ í Bretlandi er skattaleg umgjörð fyrir almenna fjárfesta, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem hvetur meðal annars til þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði. Þeim bjóðist að nýta sér skattfrjálsa sparnaðarreikninga sem eru þá viðbót við bundinn sparnað lífeyrissjóðakerfisins og taka tillit til þess að fólk hafi önnur markmið með sparnaði en að eiga aðeins til elliáranna. Innherji 10.9.2024 17:29
Hefur „miklar áhyggjur“ af viðvarandi háum verðbólguvæntingum Nýlega birtir þjóðhagsreikningar gefa til kynna að það sé jafnvel enn meiri kraftur í innlendri eftirspurn en peningastefnunefnd Seðlabankans taldi í liðnum mánuði, að sögn varaseðlabankastjóra, en þar hafi bæði samneyslan og fjárfesting verið umfram spár bankans. Viðvarandi háar verðbólguvæntingar séu „mikið áhyggjuefni“ og það þarf skýrari merki um að þær séu að ganga niður til að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferlið. Innherji 8.9.2024 15:56
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Hekla Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital. Viðskipti innlent 6.9.2024 12:49
Tveir yfirmenn sjóðastýringar hætta hjá Stefni Báðir forstöðumenn Stefnis yfir hlutabréfum og skuldabréfum, sem hafa starfað hjá félaginu um langt skeið, hafa látið af störfum. Stefnir er eitt umsvifamesta sjóðastýringarfyrirtæki landsins og stýrir meðal annars stærsta innlenda hlutabréfasjóðnum. Innherji 6.9.2024 11:37
Afkoman hjá Akta við núllið eftir sveiflukennt ár á mörkuðum Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið rétt fyrir ofan núllið á fyrri árshelmingi en þóknanatekjurnar jukust samt nokkuð á tímabili sem einkenndist af miklum sveiflum á eignamörkuðum innanlands. Einn af helstu flaggskipssjóðum Akta, sem hefur veðjað stórt á Alvotech, sá eignir sínar halda áfram að skreppa saman samtímis útflæði – þó minna en áður – og verulega neikvæðri ávöxtun. Innherji 1.9.2024 12:28
Hagnaður Stefnis minnkar um nærri fjórðung en eignir í stýringu tóku stökk Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, sá hagnað sinn dragast nokkuð saman á fyrri árshelmingi samtímis tekjutapi við áframhaldandi krefjandi aðstæður á innlendum mörkuðum. Virkar eignir í stýringu Stefnis jukust hins vegar á sama tíma verulega, einkum eftir að félagið kláraði fjármögnun á tugmilljarða framtakssjóð vegna kaupanna á leigufélaginu Heimstaden. Innherji 28.8.2024 17:29
Samið við þrjá um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við þrjá aðila um umsjón útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Viðskipti innlent 21.8.2024 16:56