Viðskipti innlent

Arnar og Ei­ríkur til Fossa

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson.
Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson.

Arnar Friðriksson og Eiríkur Jóhannsson hafa verið ráðnir til Fossa fjárfestingarbanka í teymi markaðsviðskipta.

 Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Arnar hafi starfað hjá verðbréfamiðlun Íslandsbanka áður en hann gekk til liðs við Fossa.

„Arnar er með B.Sc-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.fin-gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Eiríkur Jóhannsson starfaði í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum hf. frá 2003 áður en hann hóf störf hjá Fossum. Hjá Íslenskum verðbréfum starfaði hann einnig í eignastýringu 2020 til 2023 og við miðlun aflaheimilda 2019 til 2020. Þar áður starfaði hann við miðlun aflaheimilda hjá Viðskiptahúsinu Sjávarútvegi ehf.

Eiríkur hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×