Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Auðun Georg Ólafsson skrifar 10. júlí 2025 13:14 Varnarmálapakki Evrópusambandsins er ekki bara fyrir hergagnaiðnað, að sögn Vignis, heldur einnig í innviðafyrirtækjum. Aðsend Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. „Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu." Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
„Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu."
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira