Snjómokstur Skellti upp úr yfir óvæntum hávaðakvörtunum Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík. Innlent 24.1.2024 16:37 Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Innlent 18.1.2024 13:27 Stelpur moka fyrir gott málefni Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans. Innlent 28.12.2023 21:01 Vinna stýrihóps um þjónustuhandbók vetrarþjónustu borið árangur Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu í allan dag eftir mikla snjókomu í höfuðborginni í gærkvöldi. Víðast hvar er orðið greiðfært og skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir það stýrihópnum umtalaða um þjónustuhandbók vetrarþjónustunnar að þakka. Innlent 27.12.2023 22:01 Senn líður að jólum Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Skoðun 17.10.2023 11:31 Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri. Innlent 29.6.2023 14:19 Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Innlent 26.4.2023 08:52 Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. Innlent 11.4.2023 19:12 Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9.4.2023 20:29 90 milljónir í snjómokstur í Árborg á hálfum mánuði Kostnaður Sveitarfélagsins Árborgar vegna snjómoksturs eftir mikið fannfergi frá miðjum desember síðastliðins til 31. desember er um 90 milljónir króna. Innlent 9.2.2023 10:05 „Ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn” Þorkell Þorkelsson var að keyra á Suðurlandsvegi klukkan rétt rúmlega 16 í gær þegar hann mætti stærðarinnar snjóruðningstæki sem var að keyra á hinni akreininni. Bíll Þorkels varð fyrir skemmdum og hann leitar nú að ökumanni tækisins. Innlent 1.2.2023 15:16 Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar „Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Skoðun 28.1.2023 08:00 Útboð vegna snjómoksturs endaði með málaferlum Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022. Innlent 24.1.2023 15:11 Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. Innlent 23.1.2023 11:31 Bein útsending: Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar sem fram fer milli klukkan 9 og 10:15. Innlent 18.1.2023 08:31 Hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps. Innlent 12.1.2023 15:08 Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Innlent 12.1.2023 14:01 Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. Innlent 12.1.2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. Innlent 11.1.2023 22:00 Runnið á rassinn í Reykjavík Það fór ekki framhjá mörgum í síðasta mánuði þegar miklum snjó kyngdi niður á stuttum tíma á höfuðborgarsvæðinu, og raunar um land allt. Illa gekk hjá borginni að moka götur og stíga í kjölfarið. Skoðun 3.1.2023 13:31 Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Innlent 28.12.2022 21:23 Vegagerðin fundar með Samtökum ferðaþjónustunnar Vegagerðin mun strax á nýju ári funda með Samtökum ferðaþjónustunnar til að fara yfir hvaða leiðir séu færar til að auka þjónustu við atvinnugreinina. Innlent 28.12.2022 19:58 Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi. Innlent 28.12.2022 19:15 Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Innlent 28.12.2022 09:54 „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Innlent 27.12.2022 20:01 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. Innlent 27.12.2022 12:01 „Við sjáum þetta snjómagn ekki oft“ Vel hefur gengið að ryðja götur í Vestmannaeyjum en ófært var á fjölda gatna í bænum í gær. Björgunarsveitarmaður segist sjaldan hafa séð jafn mikið magn af snjó og nú hefur verið. Innlent 26.12.2022 23:45 Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. Innlent 23.12.2022 15:43 Búið að moka úr skýlinu við Keflavíkurflugvöll Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. Innlent 22.12.2022 22:25 Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Innlent 22.12.2022 22:07 « ‹ 1 2 3 ›
Skellti upp úr yfir óvæntum hávaðakvörtunum Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík. Innlent 24.1.2024 16:37
Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Innlent 18.1.2024 13:27
Stelpur moka fyrir gott málefni Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans. Innlent 28.12.2023 21:01
Vinna stýrihóps um þjónustuhandbók vetrarþjónustu borið árangur Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu í allan dag eftir mikla snjókomu í höfuðborginni í gærkvöldi. Víðast hvar er orðið greiðfært og skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir það stýrihópnum umtalaða um þjónustuhandbók vetrarþjónustunnar að þakka. Innlent 27.12.2023 22:01
Senn líður að jólum Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Skoðun 17.10.2023 11:31
Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri. Innlent 29.6.2023 14:19
Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Innlent 26.4.2023 08:52
Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. Innlent 11.4.2023 19:12
Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9.4.2023 20:29
90 milljónir í snjómokstur í Árborg á hálfum mánuði Kostnaður Sveitarfélagsins Árborgar vegna snjómoksturs eftir mikið fannfergi frá miðjum desember síðastliðins til 31. desember er um 90 milljónir króna. Innlent 9.2.2023 10:05
„Ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn” Þorkell Þorkelsson var að keyra á Suðurlandsvegi klukkan rétt rúmlega 16 í gær þegar hann mætti stærðarinnar snjóruðningstæki sem var að keyra á hinni akreininni. Bíll Þorkels varð fyrir skemmdum og hann leitar nú að ökumanni tækisins. Innlent 1.2.2023 15:16
Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar „Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Skoðun 28.1.2023 08:00
Útboð vegna snjómoksturs endaði með málaferlum Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Akureyrarbæ af kröfum verktaka sem krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meintra brota á útboðsskilmálum og verksamningi aðila. Samningurinn var í framhaldi af útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna á Akureyri fyrir árin 2019 til 2022. Innlent 24.1.2023 15:11
Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. Innlent 23.1.2023 11:31
Bein útsending: Hvernig þjónum við vegfarendum á veturna? Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar á morgunfundi Vegagerðarinnar sem fram fer milli klukkan 9 og 10:15. Innlent 18.1.2023 08:31
Hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps. Innlent 12.1.2023 15:08
Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Innlent 12.1.2023 14:01
Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. Innlent 12.1.2023 10:15
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. Innlent 11.1.2023 22:00
Runnið á rassinn í Reykjavík Það fór ekki framhjá mörgum í síðasta mánuði þegar miklum snjó kyngdi niður á stuttum tíma á höfuðborgarsvæðinu, og raunar um land allt. Illa gekk hjá borginni að moka götur og stíga í kjölfarið. Skoðun 3.1.2023 13:31
Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Innlent 28.12.2022 21:23
Vegagerðin fundar með Samtökum ferðaþjónustunnar Vegagerðin mun strax á nýju ári funda með Samtökum ferðaþjónustunnar til að fara yfir hvaða leiðir séu færar til að auka þjónustu við atvinnugreinina. Innlent 28.12.2022 19:58
Fjarlægðu hættulegar snjóhengjur Slökkvilið stóð í ströngu í dag á Selfossi við að fjarlægja hættulegar snjóhengjur á helsta verslunarhúsnæði Selfossbæjar. Sjaldan hefur kyngt jafn miklum snjó á Suðurlandi. Innlent 28.12.2022 19:15
Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Innlent 28.12.2022 09:54
„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Innlent 27.12.2022 20:01
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. Innlent 27.12.2022 12:01
„Við sjáum þetta snjómagn ekki oft“ Vel hefur gengið að ryðja götur í Vestmannaeyjum en ófært var á fjölda gatna í bænum í gær. Björgunarsveitarmaður segist sjaldan hafa séð jafn mikið magn af snjó og nú hefur verið. Innlent 26.12.2022 23:45
Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. Innlent 23.12.2022 15:43
Búið að moka úr skýlinu við Keflavíkurflugvöll Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. Innlent 22.12.2022 22:25
Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins. Innlent 22.12.2022 22:07