Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2024 10:16 Um leið og Dóra Björt las um málið í Vísi, þar sem Tómas greindi frá vandræðum sínum, fór hún í málið og snjómokstursmaðurinn mætir nú klukkan sex í staðinn fyrir klukkan fjögur. vísir Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim. „Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir. Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir.
Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira